Hann heitir Skarphéðinn Þráinsson sem á þennan bíl, bíllinn er 1970 Pontiac Firebird með 350, hann er búinn að eiga hann síðan 1990 og var búinn að vera að gera hann upp með hléum í nokkur ár. Hann hefur búið í borginni í einhvern tíma en bíllinn kom ekki fyrr en í Ágúst sl. í bæinn. Hann á víst annan 1973 Pontiac Firebird Esprit sem er í dag í raun bara skelin en þó hæfur til uppgerðar, þeim bíl var slátrað í þennan ´70 bíl!
Þegar ég spurði Guðberg fyrir um 2 árum, sem átti bílinn og tók þetta stökk í myndbandinu þá sagði hann mér að bílnum hefði verið fargað eftir myndbandið.
Hvaða bílar voru það sem voru annars notaðir í þetta myndband? Get ekki horft á YouTube eins og er, netið hjá mér er of hægvirkt.