þú getur talið það út án þess að opna neitt.
1. Tekur bílinn úr drifi og tjakkar hann upp.
2. Færð með þér aðstoðarmann.
3. Snýrð hjólunum á viðkomandi hásingu 1 hring (verður að snúa báðum hjólum jafn mykið og í sömu átt) og telur út hvað skaftið snýst marga hringi á meðan.
ef skaftið fer 4,10 hringi á meðan dekkin fara 1 hring þá er hlutfallið 4.10:1 til dæmis. svo checkaru hvort hin hásingin er sammála.
Til að fá nákvæmari talningu er gott að fara kannski 3 hringi og deila þá í allt saman með 3.
Ég lenti í þessu einusinni, fór suður og keypti wagoneer með full time 4wheel. Fannst hann heldur laus á vegi, og þegar komið var í borgarnes
sauð á báðum drifum, þá taldi ég þetta svona út.
hringdi svo í seljandann og sagði honum hvar hann gæti sótt hræjið.