Kvartmílan > Leit að bílum og eigendum þeirra.

Chevy malibu 1969 með 396.

(1/3) > >>

motors:
Var að hugsa hvað orðið hefði um rauðan Malibu 1969  með held ég örugglega 396 vél gott ef hann var ekki með tunnel og 2 fjögra hólfa eða hátt millihedd, flottur bíll,og gaman að sjá honum bregða fyrir á götu, ekki séð hann í einhver ár, kveikir einhver? :)

Moli:
Var hann ekki rauður með svartan vinyl, og tók þátt í MC 2001, og 2002 ef svo er þá er þessi bíll, að mér skilst í "gegnumtekt" 8)

motors:
Nei ekki með vynil þessi var alrauður,þú ert að tala um bílinn hans Þrastar með 454.

Moli:
nei, var ekki að meina bílinn hans Þrastar.

Ég er að tala um þennan, (minnti samt að hann hefði verið með vinyltopp)
Þetta er SS 1969 Chevelle sem Ingimar Baldvinsson flutti inn, og þarna er annað hvort Ingvar Jóhannsson á bílnum eða pabbi hans Jóhann Sæmundsson sem á bílinn. Bíllinn stendur heima hjá Jóhanni. Þarna á myndinni er 396 vél í bílnum. Síðan eiga þeir feðgar 427cid vél sem á víst eftir að taka í gegn.

ÁmK Racing:
Þú ert að tala um 69 bílinn sem Jói Sæm og Ingvar sonur hans eiga.Síðast þegar ég vissi var hann bara inn í skúr heima hjá þeim í einhverri biðstöðu það á að setja í hann 427 bbc síðast þegar ég vissi.Kv Árni Kjartans

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

Go to full version