Kvartmílan > Leit að bílum og eigendum þeirra.
Græni Duster
ingvarp:
þetta er mjööööög fallegur bíll þessi duster og hinn ekki síðri en það er leiðinlegt að heyra það Aggi ef bíllinn er farinn að láta á sjá :cry: en engu síður fallegur bíll og takk fyrir myndirnar Moli :D
Moli:
--- Quote from: "firebird400" ---Þetta er flottur bíll
en var farinn að láta mikið á sjá seinast er ég skoðaði hann.
--- End quote ---
Hann var lagaður heilmikið áður en hann var seldur burt frá Keflavík. Sílsar riðbættir og málaður sem og húddið var tekið í gegn. Veit ekki hvort það var gert eitthvað meira. Lítur vel út í dag.
firebird400:
Ég man ekki hvenær ég skoðaði hann
En þá var hann víða illa sprunginn
Og allt undir húddinu var vægast sagt bílnum til skammar :roll:
Vonandi að það hafi verið áður en hann var lagaður :D
duster:
Sælir.
Þar sem verið er að sýna bílnum mínum áhuga langar mig að upplýsa ykkur sem hafið áhuga.
Sagt er " Hverjum þykir sinn fugl fagur" og á það við í mínu tilfelli, þar sem mér þykir bíllinn minn flottur og veitir hann mér mikla ánægju og er það ekki aðalmálið strákar. En auðvitað er smekkur manna misjafn það sem einum finnst flott finnst öðrum ljótt.
Bíllinn er alls ekki fullkominn en nokkuð góður og verður einhvertíma betri vonandi.
Læt hér fylgja nokkrar myndir teknar í dag, ef það tekst að koma þeim inn.
P.S set kannski eitthvað Pontiac dót í húddið seinna til að fullkomna hann. :roll:
Kveðja Einar Unnsteinsson STOLTUR Duster Eigandi
firebird400:
--- Quote from: "duster" ---
P.S set kannski eitthvað Pontiac dót í húddið seinna til að fullkomna hann. :roll:
--- End quote ---
:lol:
Ææ
Ég átti nú bara við frágang :lol:
Það var greinilegt að það hafði ekki verið sett sama vinna í að græja það sem sjaldan sést eins og það sem öllum er frjálst að líta á.
Ég var ekkert að segja bílinn þinn ljótann!
En hei, beauty is only skin deep, :roll:
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
[*] Previous page
Go to full version