Kvartmílan > Leit að bílum og eigendum þeirra.

Chevrolet Impala DG-823

<< < (3/4) > >>

Kristján Skjóldal:
hann heitir Bjössi vald sem gerði þennan bíl upp hér á Akureyri fyrir nokkuð mörgum árum 8)

edsel:
Er vitað hvar bíllinn er núna :?:  Helv... flottur bíll. 8)

addi 6,5:
ég talaði við félaga minn og hann sagði mér það að hann væri kominn inn í geimslu og það stendur til að taka hann í gegn

Bc3:
hmm mér syndist ég sjá bílinn enþá á tuninu hjá eygandanum í grindavík en hann stendur bara þarna allur opinn og ógeðslegur en hann fer vist enþá í gang

Viddi G:
Sá sem átti þennan bíl á þeim tíma sem þessi mynd er tekin heitir Magnús og bjó á Dalvík og er hann búinn að eiga mjög mikið af flottum bílum og er ég nú búinn að rúnta mikið með honum í þeim mjörgum :D
eg veit ekki hvaðan hann keypti bílinn, en hann var búinn að eiga hann í einhvern tíma þegar það var bakkað allhressilega á hann fyrir utan heima hjá honum og þá kom í ljós að hann var allur mjög mikið spartslaður svo hann fór að mig minnir til Ólafsfjarðar þar sem hann var allur tekinn í gegn og pússaður upp og réttur og svo málaður í nýjum lit, þessum lit sem er á honum þarna á myndinni og þá var hann mjög flottur.
Maggi flutti svo til RVK eitthvað um ´95 eða ´96 held eg og þá hefur Svenni farið í mótorinn á honum.
En eftir að hann flutti til RVK hringdi hann einusinni í mig (´97) og bauð mer að kaupa þennan bíl en þá hafði eg ekki aura fyrir honum :(  en svo seldi hann bílinn og ekki veit eg hvert og síðan hef eg hvorki seð þannan bíl né heyrt um hann talað fyrr en nú.............

kv.Viddi G

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

[*] Previous page

Go to full version