Man einhver eftir ´65 GTO dökkbláum, 4 gíra með HURST, með 389 og quatra-jet, sem var innfluttur nýlegur af lögfræðingi í Reykjavík í kring um ´66-´67.
Konni, bróðir Kristjáns Jóhannssonar kaupir um ´68 og fer með hann í höfuðstað norðurlands. Arthúr Bogason kaupir og á hann í einhvern tíma, en Gylfi Púst hafði víst einnig átt hann en ekki er vitað um hvaða leyti.
Bíllinn var kominn aftur til Reykjavíkur um 1970-1971, þessi bíll átti að hafa verið til fyrir um 5 árum síðan og átti að hafa selst eitthvað á suðurlandið.
Kannast einhver við þetta, eða er þetta bara ein gróusagan?
P.S. Langaði í leiðinni að benda á þessa síðu fyrir þá sem ekki vissu --->
http://easy.go.is/gislisk/gto/Ég er ekki frá því að það sé kominn hálfgerður GM vírus í mig!