Kvartmílan > Leit að bílum og eigendum þeirra.
T-37 eða GT-37
Gummari:
ekki lumar einhver á GTO framenda hérna á íslandi hvort sem er 70 eða hinum 71 og uppúr :?:
Kiddi:
--- Quote from: "Gummari" ---ekki lumar einhver á GTO framenda hérna á íslandi hvort sem er 70 eða hinum 71 og uppúr :?:
--- End quote ---
NEI..
Eini 70-72 GTO'inn sem er eftir er þessi vínrauði (nýlega innfluttur) sem nafni á (hann er ennþá eigandinn ekki satt)..
En það voru til nokkrir 70-72 Gto
Ég á húdd á '70 GTO, járnhúdd.
1966 Charger:
Myndina sem birt er hér að ofan af GT 37 bílnum tók ég á Akureyri 1977 eða 1978. Þá átti frændi minn þennan bíl. Hann var svona "kall með hatt" týpan; einn af þeim sem vann á Akureyrarflugvelli á þessum tíma og var með snert af bíladellu. Þetta var á sama tíma og Örn brautryðjandi vann þar líka og átti "Akureyrarkorvettuna" svokölluðu. Örn flutti inn margt fínt tryllitækið og var sérstakur smekkmaður á bíla (lesist: flutti inn eina tvo Charger vagna, 72 drapplitaður 318 m. svörtum topp og 73 árg. blár m. hvítum topp og 400 vél sem var nýlega auglýstur til sölu á þessum vef). Hvað GT 37 bílinn varðar þá bara hvarf hann einn daginn, mig minnir að hann hafi verið beinskiptur.
Ragnar
JHP:
Bróðir minn átti í gamladaga svona GTO svartann.
Hann seldist austur fyrir fjall,Veit einhver um það apparat.
Skal finna myndir og númer.
Gummari þú mannst kannski eftir honum af smyrló :lol:
Gummari:
já man eftir honum svartur pústlaus þaninn fyrir utan hann geymdi bílinn við endann sem ég bjó í það er til mynd af mömmu og systir hennar í garðinum þá sést kagginn í bakgrunninum. hann var 71 eða yngri með gúmmí stuðara og skúbbunum fremst minnir mig væri gaman að sjá myndir af honum kannski er hann ástæðan fyrir því að ég er alltaf hrifinn af þessum boddyum og á 2 :roll:
Kiddi á ennþá sinn 70 GTO
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
[*] Previous page
Go to full version