Kvartmílan > Leit að bílum og eigendum þeirra.
70´cuda 383
dsm:
datt i hug að gera enn einn þráðinn um þennan bíl þetta er 1970 árgeð ´cuda 383...og athuga hvort einhver viti hvað varð um gramsið úr honum .. frétti að 383 mótorinn hefði farið í gulan challenger sem er víst ennþá á götunni... eða í götuhæfu ástandi.. læt herna fylgja með mynd sem eg var að finna , sennilega ein síðasta myndin af henni í lagi.. valt útí móa í borgarfirði.
Moli:
sæll, þetta er ´Cuda sem var orange lituð um tíma, Jónas Garðarsson flutti þennan bíl líklegast inn, en það er búið að farga henni. Hann lenti á staur/valt annaðhvort á Akranesi eða í Borgarfirði. Sá sem slátraði henni og hirti restina var Tóti (440sixpack) í aðra Barracudu sem hann átti.
Frekari umræður um hann hérna, ásamt mynd ---> http://www.kvartmila.is/spjall/viewtopic.php?t=13411
Hinsvegar átti ég gulan ´72 Challenger sem var með 383 úr ´70 Cudu. En hvaða Cuda það er, er ég ekki með á hreinu, ég hafði heyrt að sú vél hafi verið úr ´70 Cudu með númerið R-706, sem er enn til í dag en í döpru ástandi.
Kristján Skjóldal:
ja vélinn er hér á Akureyri og eftir númerum þá er hún 69 ef mig minnir rétt 8)
dsm:
var þetta ekki eina ´70 383 ´cudan sem var til hérna á klakanum. R706 kom alveg örugglega með 318 í húddinu.
Dart 68:
Sammála Stjána.
Mig minnir einmitt, þegar ég var að spá í að kaupa Challann af Munda (áður en þú, Moli, eignaðist hann) að við (Mundi) höfum gruflað það upp að vélin væri ´69 en úr hverju vissum við ekki.
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
Go to full version