Sá sem átti þennan bíl á þeim tíma sem þessi mynd er tekin heitir Magnús og bjó á Dalvík og er hann búinn að eiga mjög mikið af flottum bílum og er ég nú búinn að rúnta mikið með honum í þeim mjörgum
eg veit ekki hvaðan hann keypti bílinn, en hann var búinn að eiga hann í einhvern tíma þegar það var bakkað allhressilega á hann fyrir utan heima hjá honum og þá kom í ljós að hann var allur mjög mikið spartslaður svo hann fór að mig minnir til Ólafsfjarðar þar sem hann var allur tekinn í gegn og pússaður upp og réttur og svo málaður í nýjum lit, þessum lit sem er á honum þarna á myndinni og þá var hann mjög flottur.
Maggi flutti svo til RVK eitthvað um ´95 eða ´96 held eg og þá hefur Svenni farið í mótorinn á honum.
En eftir að hann flutti til RVK hringdi hann einusinni í mig (´97) og bauð mer að kaupa þennan bíl en þá hafði eg ekki aura fyrir honum

en svo seldi hann bílinn og ekki veit eg hvert og síðan hef eg hvorki seð þannan bíl né heyrt um hann talað fyrr en nú.............
kv.Viddi G