Kvartmílan > Aðstoð
Sbc hedd
Líndal:
Hallo. Ég ákvað fyrr í haust að skifta út 305 sbc fyrir 350 í 84" Firebird sem ég á og reif gamla 350 úr jeppahaug sem ég á en svo þegar ég opnaði hana þá blasti við allsherjaruppgerð svo ég fór útí að panta short block 350 í gegnum Eggert. Og á short blockina ákvað ég að notast við gömlu 350 heddin og ég lét taka þau í gegn í Kistufelli og raðaði svo öllu saman. En svo kemur upp úr krafsinu að þessi hedd sem ég notaði en pældi bara ekkert í eru gerð fyrir 305 og eru "60cc" (sem ég veit ekkert hvað er). Er í lagi að nota þessi hedd?? Og þessi short block er boruð í 0.30 en ekkert tjúnuð að öðru leyti.
Dodge:
60cc er stærðin á sprengirýminu.
Þessi hedd passa en gera bara hærri þjöppu.
og flæða sennilega minna en 350 hedd, en ef það er búið að vinna þau
þá er þetta bara besta mál held ég ef stymplarnir rekast ekki í.
Líndal:
Ég er búinn að gangsetja svo að stimlarnir ættu nú að sleppa nema það sé einhver hætta á að þeir rekist í á gjöf. En málið er að ég talaði lauslega um þetta einkvern gúrú með að setja 305 hedd á 350 og hann tjáði mér að ventlar myndu brenna og eikkað meira og meira og hann var ekkert nema svartsynin svo ég ákvað að leyta hingað.
Dodge:
þetta hefur verið gert milljón sinnum og á ekki að vera vandamál nema það sé einhver risa dómur á stymplunum sem er ætlaður í stærra chamber.
Bannaður:
Ég tók einu sinni 283 hedd og lét taka af þeim 3mm, stálpakkningar og setti á standard 350blokk og það var bara gaman þó það væru litlir ventlar. þurfti að vísu að taka af milliheddinu en þau sluppu og 305 gera það líka á flat top stimpla
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
Go to full version