Kvartmílan > Bílarnir og Græjurnar

1966 Pontiac Tempest 427 NOS *Myndaflóð*

<< < (10/16) > >>

firebird400:
Já ég verð vonandi meira á ferðinni næsta sumar.

En svo hefur maður auðvitað aldrei neinn tíma til að leika sér núorðið.

Ég er að taka bílinn minn aðeins í gegn þessa dagana en hann varður þó langt frá því að vera eins góður og þessi Tempest, hann er auðvitað geggjaður, þrátt fyrir að vera kynvillingur (chevy vél)  :D

Þessir eru auðvitað líka flottir, en það er samt svolítið skrítið með þennann blæju bird

Hann er með HO strípu en 400 húddi
og 67 grilli þrátt fyrir að vera 68 bíll  :?

buckshot:
Vonandi fer hann á míluna og sýnir tímann. Annars finnst mér umræðan hérna merkileg... eða öllu heldur ómerkileg að mörgu leyti. Menn vita ekki hver á bílinn eða neitt annað en draga samt ályktun um að hann sé ekki 800+ hö af því að hann er með powerbremsur. Bíllinn er ekki tollaður og sumir eru komnir með þetta allt á hreint? Því ekki að fagna því að það eru þó einhverjir að víkka flóruna af amerískum bílum hérna á skerinu? Eiga ALLIR amerískir bílar að vera einhverjar hreinar spyrnugræjur? Er ekki bara flott að vera búnir að fá svona bíl hingað til lands?

By the way... hann er EKKI með powerbremsur og er 800+ hö.

ÁmK Racing:
Þetta er svaka flottur bíll ég er búinn að skoða hann mjög vel heppnaður.En ef þú skoðar í húddið og eða myndirnar af bílnum þá er þessi agalega flotti powerkútur fyrir aftan höfuðdæluna og ég ætla að vona að hann sé ekki bara þar til ánægju og yndisauka.Einginn að setja út á tækið hestafla tölur eru bara oft svo miklar ýkjur.Það þarf bara svo helvíti mikla tjúningu til að 427 bbc sé 800 hö nema að það sé verið að tala um á nítrói sem getur vel verið.En til lukku með djásnið hver sem hann nú á.Race Kveðja Árni Kjartans

Einar K. Möller:
Kappinn sem á þennan bíl á fleiri bíla sem hafa verið til umræðu á þessu spjalli. Þetta er alvöru kappi það get ég sagt ykkur.

Ég tek undir þetta með Árna varðandi hestöflin, gefum okkur dæmi með t.d vélina mína sem er 496cid og með 14:1 þjöppu, glóðheitum ás o.fl. Hún var dyno testuð 880hp og henni fylgdi reikningur uppá $14.000. Þannig ég veit ekki hvernig hann ætlar að keyra 427 í svona hestaflatölu á götunni, þar sem hann þyrfti að vera með svipaðan ef ekki meiri búnað en ég er með.

Just my 2 cents.

Heddportun:
það á ekki að vera hrikalega erfitt að ná tæpum 2hp per CiD í sveif á kvartmílubíl sem er með aftermarket Hedd,Inntak og knastás og þokkalega háa þjöppu nema hún sé að toppa í 5000rpm

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

[*] Previous page

Go to full version