Jæja
Er stjórn KK virkilega svona miklir pappakassar að þeir þora ekki að svara mjög svo málefnalegum umræðum um Klúbinn og starfsemi hans????
Það verður gaman að sjá svarið frá stjórnarmönnum kk hér á spjallinu ef þeir þora
Oftast þegar er verið að spyrja stjórnina um þeirra verk og "afrek" þá fara þeir í vörn og annaðhvort spyrja menn um nafn svo þeir viti hver er óánægður með þeirra verk eða spyrja á móti hvað hafa menn gert fyrir klúbbinn
Þeir sem eru í stjórn klúbbsins eiga að vinna sjálfir vinnuna eða allavega skipuleggja hana,veit að nokkrir menn komast ekki yfir allt en það er lágmark að vera búinir að skipuleggja það sem þarf að gera svo að sjálfboðaliðar geti gengið hreint til verks þegar það þarf
Hvar er hægt að nálgast drög að starfsemi KK,fundarstörfum og stefnum hans?
Eru fundargerðir ekki settar á netið eða prentaðar og gerðar opnar allmeningi eða allavega klúbbsmeðlium sem ekki geta mætt á fundi KK
sem OFTAST eru auglýstir með stuttum fyrirvara
Þetta er mitt álit,ef stjórnarmenn kk þora ekki að svara og þeirra eina svar er að banna mig,So Be It en það lýsir þá þeim sjálfum
Ekki allir stjórnamenn KK eru pappakassar bara sumir
kv og ég ætla ekki að skrifa undir nafni því það skiptir ekki máli hver er að segja hlutina helfur að þeir séu sagðir!!!!!!
Og hana nú!!!!!!
Af hverju ertu svona reiður? Þegar þú spyrð hvort að við þorum ekki vegna þess að við séum svo miklir pappakassar, þá ætti maður auðvitða alls ekki að svara vegna þess að þú ert auðsýnilega bara að reyna að ná okkur niður á þitt lága plan, ég tek skrefið núna bara til þess að róa þig aðeins niður. Ég get líka sagt þér að það er mjög misjafnt sem menn kalla málefnalega umræðu, líka réttmæta gagnrýni. Þetta er bara svona vinkill hjá mér, ég veit ekki hver þú ert en þegar þú notar orð eins og pappakassar um fólkið sem er í stjórn félagsins í einni setningunni og málefnalegar umræður í hinni setiningunni þá segir það töluvert.
Það hefur mjög oft sýnt sig að það er mikið áhrifaríkara að koma á fundi og tala um málin við viðkomandi aðila heldur en að vera að skeiða um á ritvellinum svolítið breiður með sig.
Varðandi fundina þá hefur verið lítið um þá í haust en við höfum hittst 2svar í Álfafellinu og í fyrra skiftið var 3ja daga fyrirvari en í seinna skiftið var 2ja vikna fyrirvari á forsíðunni. Við ætlum að hittast aftur miðvikudaginn 27. og vonandi verður þú búinn að taka gleði þína yfir jólin og kemur og hittir okkur þá. Við verðum á 2ja vikna fresti, annan hvern miðvikudag kl.20:30 í Álfafelli.
Með nafnleyndina, mér finnst afar leitt ef menn treysta sér ekki til að skrifa undir nafni, sérlega þegar menn eru að gagnrýna. Jæja það er sennilega bara þeirra kjarkur. Ég veit ekki um neinn sem hefur farið illa út úr því að segja skoðun sína hér, (nema auðvitað Gunni garmurinn, hann var líka Bannaður
), allavega ekki ef það fylgja haldbær rök, þetta er nú ekki Kína. Einkapóstur er líka ágæt leið til að hafa samskifti hér á netinu ef maður vill síður að allir lesi það sem maður skrifar.
Með von um fyrirgefningu syndanna, Nóni (það eru nú að koma jól)