Author Topic: spurning til stjórnar.  (Read 6255 times)

Offline Einar K. Möller

  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 2.957
    • View Profile
spurning til stjórnar.
« Reply #20 on: December 15, 2006, 23:32:50 »
Quote from: "Krissi Haflida"
Hvaða plön er klúbburinn með á prjónunum til að koma sér á framfæri næsta sumar, svo hann verði sýnilegri???


Hvað segir stjórnin???
2004 Porsche Cayenne S

Class racing is filled with all kinds of specified engine regulations, weights, and things like that, no one is rewarded for any sort of outside thinking!

Offline Bc3

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 703
    • View Profile
spurning til stjórnar.
« Reply #21 on: December 15, 2006, 23:41:05 »
Quote from: "Krissi Haflida"
Hvaða plön er klúbburinn með á prjónunum til að koma sér á framfæri næsta sumar, svo hann verði sýnilegri???


búum til dagatal þar sem við synum slátrið  8)
Kveðja Alfreð F. Björnsson
ÍSLANDSMEISTARI RS     2009
ÍSLANDSMEISTARI 13,90 2007
ÍSLANDSMEISTARI 13,90 2006
Olís Götuspyrna fwd 2007
______________________________
11,4@127MPH  60" 1,98

Offline ElliOfur

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 453
    • View Profile
    • http://www.123.is/elliofur/
spurning til stjórnar.
« Reply #22 on: December 15, 2006, 23:56:22 »
Ég keypti póler tork í dag, vill einhver tissjú? :D Og já, sá sem gerði þetta lía fúsk ehf replace dót fær 10 í einkun fyrir húmor, en 0 fyrir flest annað því tengdu.
En afhverju fannst mér ég hafa séð eitthvað um kvartmíluna í sjónvarpi í sumar? Eða var það bara blaðagrein? Ég man allavega eftir blaðagrein.
Allavega þarf að auglýsa keppnirnar betur til að fólk hreinlega viti af þeim. Það fór oft framhjá mér í sumar að það væri keppni, þótt ég skoðaði spjallið reglulega og hef það fyrir reglu að taka fréttablaðið með mér í vinnuna og renna yfir það á hverjum degi. Hvað kostar heilsíðuauglýsing á þokkalegum stað?
kveðja, Elmar Snorrason
_________________

http://www.123.is/elliofur/ - heilmikið bílagrúsk

Offline Krissi Haflida

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.144
    • View Profile
spurning til stjórnar.
« Reply #23 on: December 16, 2006, 00:48:17 »
Með hraðaksturinn, hvernig væri það að kvartmíluklúbburinn færi að einbeita sér meira að því slagorði sem þeir hafa gengið á öll þessi ár "Hraðakstur af götum borgarinnar". Það vantar ekki tækifærin til að koma þessu á framfarir (og ekki fara að tala um kostnaði hérna), það eru nægilega margir sem væru pottþétt til í að leggja þessu lið. Það þarf með ÖLLUM tiltækum ráðum að koma þessu til fjölmiðla t.d í sjónvarp, dagblöð og aðra miðla.

Það væri ráð að opna brautina fyrir fólk, ókeypis daga til að leyfa fólki að keyra og sjá hvernig sportið er. Prófa bílana til fulls og án vafa væru eigendur og ökumenn aflmestu bílana til í að koma til að sýna hvað klúbburinn gerir líka.

Endilega kommentið.....
Kristján Hafliðason

Offline Óli Ingi

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 477
    • View Profile
spurning til stjórnar.
« Reply #24 on: December 16, 2006, 01:26:09 »
Held t.d. að það væri ráð að kynna keppnirnar betur, er ekki yfirleitt bara smáauglýsing í fréttablaðinu sem tilkynnir keppni, þyrfti að vera flott auglýsing með mynd af einhverjum græjum í burnout t.d. held að það sé eitthvað sem heillar, kostar sjálfsagt eitthvað líka að setja svona auglýsingu, en kannski kemur þá á móti að það koma fleiri áhorfendur!
Chevrolet Camaro 73 Z28
Chevrolet Vega 71


Ólafur Ingi Þorgrímsson

Offline PalliP

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 297
    • View Profile
spurning til stjórnar.
« Reply #25 on: December 16, 2006, 10:40:33 »
Held að fréttablaðið birti greinar ef þeir fá þær tilbúnar, svo það vantar einhvern "kynningarfulltrúa" sem getur farið í kastljósið og rætt málin sem og "blaðafulltrúa" sem sér um greinar og myndir.

Það væri mikið atriði fyrir klúbbinn að sinna því eins og Krissi sagði koma slagorðinu aftur meðal fólksins, því það virðist hafa "gleymst" hvernig komið er fyrir ungdómnum í umferðinni, td, var ekki einn hirtur á Sæbrautinni á 150 með einum of marga í bílnum, það þarf að ná til þessara púka og þeir hlusta frekar á akstursíþróttamenn en á mömmu, pabba og lögregluna.
Kveðja
Páll Pálsson
S.822-0501
______________________________
Willys CJ-5 torfærujeppi
Willys CJ-2 1951

Offline Basli

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 1
    • View Profile
spurning til stjórnar.
« Reply #26 on: December 16, 2006, 23:14:39 »
Jæja :roll:

Er stjórn KK virkilega svona miklir pappakassar að þeir þora ekki að svara mjög svo málefnalegum umræðum um Klúbinn og starfsemi hans????

Það verður gaman að sjá svarið frá stjórnarmönnum kk hér á spjallinu ef þeir þora :roll:

Oftast þegar er verið að spyrja stjórnina um þeirra verk og "afrek" þá fara þeir í vörn og annaðhvort spyrja menn um nafn svo þeir viti hver er óánægður með þeirra verk eða spyrja á móti hvað hafa menn gert fyrir klúbbinn :roll:


Þeir sem eru í stjórn klúbbsins eiga að vinna sjálfir vinnuna eða allavega skipuleggja hana,veit að nokkrir menn komast ekki yfir allt en það er lágmark að vera búinir að skipuleggja það sem þarf að gera svo að sjálfboðaliðar geti gengið hreint til verks þegar það þarf


Hvar er hægt að nálgast drög að starfsemi KK,fundarstörfum og stefnum hans?
Eru fundargerðir ekki settar á netið eða prentaðar og gerðar opnar allmeningi eða allavega klúbbsmeðlium sem ekki geta mætt á fundi KK
sem OFTAST eru auglýstir með stuttum fyrirvara

Þetta er mitt álit,ef stjórnarmenn kk þora ekki að svara og þeirra eina svar er að banna mig,So Be It en það lýsir þá þeim sjálfum

Ekki allir stjórnamenn KK eru pappakassar bara sumir :D

kv og ég ætla ekki að skrifa undir nafni því það skiptir ekki máli hver er að segja hlutina helfur að þeir séu sagðir!!!!!!

Og hana nú!!!!!!
Ég segji það sem mér fynnst sama hvort það fall í geð stjórnar KK eða ekki!!!

Offline Nóni

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.213
    • View Profile
    • http://www.icesaab.net
spurning til stjórnar.
« Reply #27 on: December 16, 2006, 23:15:25 »
Quote from: "Krissi Haflida"
Með hraðaksturinn, hvernig væri það að kvartmíluklúbburinn færi að einbeita sér meira að því slagorði sem þeir hafa gengið á öll þessi ár "Hraðakstur af götum borgarinnar". Það vantar ekki tækifærin til að koma þessu á framfarir (og ekki fara að tala um kostnaði hérna), það eru nægilega margir sem væru pottþétt til í að leggja þessu lið. Það þarf með ÖLLUM tiltækum ráðum að koma þessu til fjölmiðla t.d í sjónvarp, dagblöð og aðra miðla.

Það væri ráð að opna brautina fyrir fólk, ókeypis daga til að leyfa fólki að keyra og sjá hvernig sportið er. Prófa bílana til fulls og án vafa væru eigendur og ökumenn aflmestu bílana til í að koma til að sýna hvað klúbburinn gerir líka.

Endilega kommentið.....




Kæri Kristján,

finnst þér brautin hafa verið lítið opin síðastliðið sumar? Nú eða síðastliðin ár?
Allavega er það þannig að það hefur verið töluvert álag á okkar góðu starfskröftum og það vantaði ekki nema svona 4-5 föstudagskvöld inn í þetta hjá okkur og það vegna bleytu.
9 keppnir voru haldnar og ein sandspyrna, það er nú meira en oft áður.
Ég er sammála því að það þurfi að koma þessu meira á framfæri og auglýsa betur, við erum byrjuð á þeirri vinnu með að koma þessu í útvarp og víða á framfæri.  Það er samt allt í lagi að tala um kostnað vegna þess að það þarf jú að reka klúbbinn líka.

Ég veit ekki betur en að við höfum verið að reyna að koma þessu slagorði (hraðaksturinn af götunum og inn á lokað svæði) að hvar sem er og hvenær sem er, og reynt að kynna okkur sem klúbb fyrir unga fólkið. Ég get sagt með góðri samvisku að um eða jafnvel yfir 50% meðlima eru nýtt fólk sem einmitt kemur aðallega til að prófa bílana sína á föstudögum.

Það stendur ýmislegt til hjá okkur í sumar en vegna þess að sumt er styttra á veg komið en annað er ekki hægt að tala um það í bili. Svo er það líka þannig að ef maður opnar munninn um eitthvað sem þyrfti að gera eða eitthvað álíka er það kannski rekið upp í nefið á manni seinna og þá er komin veruleg skítalykt af málinu. :lol:

Hittumst öll á næsta fundi og komum einhverju í verk, fáum sjálfboðaliða í starfið, bjóðum okkur fram í þá vinnu sem fyrir höndum er og látum ekki okkar eftir liggja.



Kv. Nóni
Kv. Nóni

_______________

Jón Gunnar Kristinsson,
með SAAB á heilanum.
www.icesaab.net

Betra er að blása en að sjúga!
SAAB 9000 túrbó 1987    12.100 @ 115.0

Offline Nóni

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.213
    • View Profile
    • http://www.icesaab.net
spurning til stjórnar.
« Reply #28 on: December 16, 2006, 23:36:18 »
Quote from: "Basli"
Jæja :roll:

Er stjórn KK virkilega svona miklir pappakassar að þeir þora ekki að svara mjög svo málefnalegum umræðum um Klúbinn og starfsemi hans????

Það verður gaman að sjá svarið frá stjórnarmönnum kk hér á spjallinu ef þeir þora :roll:

Oftast þegar er verið að spyrja stjórnina um þeirra verk og "afrek" þá fara þeir í vörn og annaðhvort spyrja menn um nafn svo þeir viti hver er óánægður með þeirra verk eða spyrja á móti hvað hafa menn gert fyrir klúbbinn :roll:


Þeir sem eru í stjórn klúbbsins eiga að vinna sjálfir vinnuna eða allavega skipuleggja hana,veit að nokkrir menn komast ekki yfir allt en það er lágmark að vera búinir að skipuleggja það sem þarf að gera svo að sjálfboðaliðar geti gengið hreint til verks þegar það þarf


Hvar er hægt að nálgast drög að starfsemi KK,fundarstörfum og stefnum hans?
Eru fundargerðir ekki settar á netið eða prentaðar og gerðar opnar allmeningi eða allavega klúbbsmeðlium sem ekki geta mætt á fundi KK
sem OFTAST eru auglýstir með stuttum fyrirvara

Þetta er mitt álit,ef stjórnarmenn kk þora ekki að svara og þeirra eina svar er að banna mig,So Be It en það lýsir þá þeim sjálfum

Ekki allir stjórnamenn KK eru pappakassar bara sumir :D

kv og ég ætla ekki að skrifa undir nafni því það skiptir ekki máli hver er að segja hlutina helfur að þeir séu sagðir!!!!!!

Og hana nú!!!!!!




Af hverju ertu svona reiður?   Þegar þú spyrð hvort að við þorum ekki vegna þess að við séum svo miklir pappakassar, þá ætti maður auðvitða alls ekki að svara vegna þess að þú ert auðsýnilega bara að reyna að ná okkur niður á þitt lága plan, ég tek skrefið núna bara til þess að róa þig aðeins niður. Ég get líka sagt þér að það er mjög misjafnt sem menn kalla málefnalega umræðu, líka réttmæta gagnrýni. Þetta er bara svona vinkill hjá mér, ég veit ekki hver þú ert en þegar þú notar orð eins og pappakassar um fólkið sem er í stjórn félagsins í einni setningunni og málefnalegar umræður í hinni setiningunni þá segir það töluvert.

Það hefur mjög oft sýnt sig að það er mikið áhrifaríkara að koma á fundi og tala um málin við viðkomandi aðila heldur en að vera að skeiða um á ritvellinum svolítið breiður með sig.

Varðandi fundina þá hefur verið lítið um þá í haust en við höfum hittst 2svar í Álfafellinu og í fyrra skiftið var 3ja daga fyrirvari en í seinna skiftið var 2ja vikna fyrirvari á forsíðunni. Við ætlum að hittast aftur miðvikudaginn 27. og vonandi verður þú búinn að taka gleði þína yfir jólin og kemur og hittir okkur þá. Við verðum á 2ja vikna fresti, annan hvern miðvikudag kl.20:30 í Álfafelli.


Með nafnleyndina, mér finnst afar leitt ef menn treysta sér ekki til að skrifa undir nafni, sérlega þegar menn eru að gagnrýna. Jæja það er sennilega bara þeirra kjarkur. Ég veit ekki um neinn sem hefur farið illa út úr því að segja skoðun sína hér, (nema auðvitað Gunni garmurinn, hann var líka Bannaður :lol: ), allavega ekki ef það fylgja haldbær rök, þetta er nú ekki Kína.  Einkapóstur er líka ágæt leið til að hafa samskifti hér á netinu ef maður vill síður að allir lesi það sem maður skrifar.


Með von um fyrirgefningu syndanna, Nóni (það eru nú að koma jól)
Kv. Nóni

_______________

Jón Gunnar Kristinsson,
með SAAB á heilanum.
www.icesaab.net

Betra er að blása en að sjúga!
SAAB 9000 túrbó 1987    12.100 @ 115.0

Offline firebird400

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.307
    • View Profile
spurning til stjórnar.
« Reply #29 on: December 17, 2006, 13:27:47 »
Nóni ég tek nú bara ofan fyrir þér fyrir að svara svona tappa eins og Basla  :D

Talandu um málefnalega umræðu og það að við séum svo mikilir pappakassar í sömu setningu  :roll:

EN Basli, eins og Nóni sagði meðal annars þá er bara alveg nóg að gera í öðru, við eigum okkur líf sko, og jú það eru líka að koma jól hjá okkur  :roll:

Kannski það sé bara ekkert þess vert að vera að standa í þessu yfir höfuð, nóg er af fólki til að gagnrýna og nánast enginn býður fram aðstoð sína við það sem er í gangi, enda auðveldara að setjast bara niður fyrir framan tölvuna og skæla  :roll:

Kv Agnar
Stjórnarmaður
enn um sinn  :roll:
Agnar Áskelsson
6969468

Offline Kristján Skjóldal

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 4.781
  • ef stórt er gott þá er stærra betra
    • View Profile
spurning til stjórnar.
« Reply #30 on: December 17, 2006, 14:55:04 »
Þetta hefur alltaf verið svona ef einhver nennir að gera eithvað í stjórn þá rakka einhverjir þá sömu niður strax en það eru oftast þeir sömu og koma aldrei að keppa eða að hjálpa til :evil:  þetta er alltaf svona það eru svona 2-6 kallar (konur) sem gera allt þanig að þeir sem gagnrýna mest komið bara og hjálpið til :D
best á Camaro 1972 1,49 60 f 6,49 1/8  10,19 1/4 @ 131.96.  best á  Blower Camaro 1967 1,16 60 F 5,12 1/8 og 8,16 1/4 @169. best á Dragga 8,26 @ 170,97 en þá voru ekki komnir 60 f timar. sandur 3,34 draggi og á hjóli 4,56 kveðja Kristján Skjóldal