8000 lítrar með 10 kr shell afslættinum = 862.400,-
8000 lítrar í t.d. Orkunni með bensínfrelsi = 856.800,-
semsagt, tapar á því að kaupa hjá Shell 5.600,- krónum...
Auðvitað er næs að fá þjónustuna, það eina sem ég er að velta fyrir mér er hvað þetta er nánasralegt hjá olíufélögunum, að fara niður um í raun ekkert, því eins og allir vita er sama bensín á sjálfsafgreiðslustöðvunum og á þjónustustöðvunum, og þar að auki vita flestir að olíufélögin eru að græða mest á pulsu/kók dæminu, þessi batterí svíða okkur um milljarða með samráði og svo kemur lögmaður þeirra í fréttir og lýsir því hálfpartinn yfir að við verðum bara að taka þessu svindli bara þegjandi og hljóðalaust.. við (almenningur) eigum ekki séns á að fá það til baka sem þeir stálu af okkur.
Ég hefði viljað að Olíufélögin sem voru í samræði/samráði (olís,shell og esso) hefðu verið dæmd til að greiða bifreiðagjöld ALLRA farartækja í landinu í 1 ár.. Þannig hefðu svikin verið greidd til baka til okkar almennings að einhverju leyti allavega.