Ég þróaði aðferð til að vinna Mjallarbón á sínum tíma. Ég held að allir sem hafa einhvern tíma notað það geti staðfest að ekkert kemst nálægt því, enda var það fyrst framleitt sem gólfbón og þá voru menn með bónvélar sem viktuðu c.a. 20 kíló!
En hér er smá input frá því ég nenti að puða við þetta:
1. Bíllinn verður að vera algerlega þurr. Ekki þýðir að bóna sama dag eða á sama klukkutímanum og nota á þetta efni, vegna þess að um leið og vatn kemst saman við það, verður það eins og gler.
2. Bíllinn verður að vera inni í upphituðu húsi, stofuhita.
3. Tvisturinn sem notaður er við að bera á verður að vera hreinn og þurr. Ekki nota neitt annað en tvist við að bera á. Tuskur taka allt of mikið bón til sín.
4. Ekki taka stærri flöt en c.a. 30X30cm fyrir í einu. EKKI láta bónið þorna.
5 AFÞURRKUN: Taka heilan poka (meðalstóran) af tvisti og skipta innihaldinu í tvennt. Setja báða hlutana á OFN. Passa að hann sé vel heitur. Um leið og búið er að bera á fyrsta flötinn er annar tvistbunkinn tekinn og notaður við að þurrka af. Eftir fyrstu afþurrkun, taka hinn af ofninum og setja þennan á í stðinn og halda þeim heitum til skiptis á meðan bónað er yfir og fyrstu afþurrkun. Svo er farið yfir allan bílinn á eftir með hreinum tvisti.
Þessi aðferð gefur frábæra útkomu og þolir marga þvotta. En EKKERT bón þolir tjörupvott, enda á þess ekki að þurfa. Tjaran tollir ekki við þetta bón ef það er rétt sett á.
G.