Kvartmílan > Aðstoð
Gangsetja bíl sem staðið hefur í mörg ár
kusikusi:
sælir ég ætlaði að fara reyna gangsetja bíl með SBC sem hefur staðið í rúm 5-8 ár.
Hann hefur ekkert verið látið í gang allan þennan tíma.
Einhver ráð áður en ég fer í þetta?
Dodge:
Checka hvort ekki sé nóg olía og hvort það sé vatn í henni,
vatn mundi setjast neðst, bara kippa pönnutappanum eldsnöggt úr.
best væri að kippa kveikjunni úr og bora upp smurþrístingi, en ef þú
nennir því ekki þá bara starta vel og lengi án neista.
ef hún vill svo ekki taka við sér þá er ráð að tappa gamla fúla bensíninu af og setja nýtt.
Racer:
skipta um kerti og man ekki hvað var sagt.. hvort það var olía í kertagötinn eða bensín.. eitthvað var það. leiðrétting óskast
baldur:
Skipta um olíu og bensín áður en þú ferð að hreyfa þetta eitthvað. Gott að dæla upp olíuþrýstingi með borvél eða eitthvað, annars bara taka kertin úr og snúa vélinni þangað til hún er komin með olíuþrýsting, setja svo kertin aftur í.
Mustang´97:
Það getur líka verið gott að hella smá tvígengis eða sjálfskifti olíu ofaní kertagötin til að losa um stimpilhringina
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
Go to full version