Kvartmílan > Leit að bílum og eigendum þeirra.
Spurningar um nokkra bíla,
Krissi Haflida:
--- Quote from: "429Cobra" ---Sælir félagar. :)
Þessir Camaro bílar sem þú ert að spyrja um Geir voru á þessum myndum í eigu Gunnars Guðjónssonar (sá græni) og eftir því að ég best veit var sá hvíti í eigu Guðmundar Guðmundsonar ("Gvendur Hemi"), það gæti þó hafa verið seinna sem Guðmundur átti þennan Camaro.
Camaro-inn sem er fyrir vestan er sá hinn sami og stóð á Álfhólsveginum lengi og var í eigu Birgis Guðjónssonar (Biggi Bjalla).
Hann var líka grænn en ekki með SS röndunum!
Hvíti Camaro-inn er mjög sennilega bíllinn sem er fyrir norðan.
Það væri kannski að Krissi Hafliða gæti spurt Gunnar frænda sinn að því hvort hann vissi um afdrif hins bílsins.
Myndin af græna Camaro bílnum er sennilega tekin 1983/4 fyrir utan Gúmmívinnustofuhúsið við Réttarháls sem KK fékk lánað undir sýningu og voru bæði Camaro-inn hans Gunnars og líka 1969 Camaro sem Hafliði bróðir hans átti (bíllinn hans Ara Jóhannssonar) á sýningunni.
Ég vona að Sigtryggur lesi þetta og leiðrétti mig eins og vanalega ef ég er eitthvað að bulla. :lol:
--- End quote ---
Heirðu ég var að sína frænda myndirnar og spyrja hann um málið, hann mundi ekki allveg í augnablikinu hverjum hann seldi bílinn en hann var eiginlega viss um að Franklinstæner (kann ekki að stafa nafnið rétt) ætti bílinn í dag og væri búinn að eiga hann í soldin tíma að hann hélt.
JONNI S:
--- Quote from: "HK RACING2" ---Minnir að það hafi verið kveikt í bláa transanum ef ég man rétt!
--- End quote ---
Hvenær og afhverju var kveikt í honum?
Ég skoðaði þennan bíl ´98 og var að spá í að kaupa hann, þá var hann í eyjum og frekar sjúskaður.
Dodge:
ég held ég hafi séð þennan græna camaro á langjökli í einhverjum jeppatúrnum...
Geir-H:
--- Quote from: "Dodge" ---ég held ég hafi séð þennan græna camaro á langjökli í einhverjum jeppatúrnum...
--- End quote ---
Er eitthvað óhollt í loftinu þarna fyrir norðan? :lol:
Dodge:
Újá.. allt mettað af bensíngufum. :D
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
[*] Previous page
Go to full version