Kvartmílan > Aðstoð

Tóm hamingja

(1/3) > >>

Mustang´97:
Ég fór smá prufu rúnt á jeppakrílinu mínu í gær, þann fyrsta eftir breytingar sem ég hef eitthvað getað tekið á honum. Framan af gekk bara helvíti vel, engin hitavandamál eingog hafa verið að hrjá mig, en allt í einu hætti hann að taka á. Ég athugaði olíuna á skiftingunni og viti menn, ekki dropi á henni. Bíllinn var dreginn heim og pannan tekin undan, þar var ca. 1líter af olíu. Jæja pönnunni var hent aftur undir og bætt olíu á en ekkert gerðist.

Vanda málið er semsagt að hann tekur einga gíra nema bakk. Er til einhver "redding" til að bjarga sér þar til þetta kemst á fjárlög, eða er ég bara stopp?

Er eitthvað stórmál að taka upp svona skiftingar? hafa menn ekki verið að gera þetta sjálfir, eða er þetta undantekningar laust sent á verkstæði?

Þetta er semsagt C4 skifting úr ´74 bronco

Kv. Siggi

Mustang´97:
Það hlýtur nú einhver hérna að vita eitthvað um þetta dót.
Annars tekur hann örlítið í gírana ef maður þenur hann, samt varla nóg til að hreifa hann

JÞÞ RACING:
profaðu að setja bætiefni efa hun virkar ekki er hun abygilega farin :(

Dodge:
það er engin kjarneðlisfræði að taka upp skiftingu.

þetta eru bara boltar og varahlutir eins og hvað annað, bara spurning um að muna hvernig það fór í sundur og setja það saman í sömu röð.

best að fá ser bara upptektarsett fyrir klink og skifta út slithlutunum.

en ef maður ætlar að gera það vel þá er ráð að hafa einhverjar bókmenntir til hliðsjónar sem segja manni til um t.d. optimal clearence tölur á kúplingum og annað slíkt sem gæti orðið til þess að breita gripnum í fasteign.

gangi þér vel.

Mustang´97:
Takk fyrir svörin strákar, ég kaupi bara sett og ræðst á þetta sjálfur

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

Go to full version