Kvartmílan > Keppnishald / Úrslit og Reglur

Til stjórnar

(1/2) > >>

Einar Birgisson:
Hvað er að frétta af brautarmálum, verða ET/MPH skiltin sett upp í vor ? og hvað með lengingu á bremsukaflanum (færa startið ?) sem er lykilatriði í framþróun kvartmílunar á Íslandi, eða á að fara í 1/8 race ? og hvað með starfsfólk td í endanum þarf það ekki að vera betur græjað og jafnvel fleiri eintök.

Eða á kannski bara að biðja keppendur um að fara ekki of geyst og skrúfa vel fyrir nösið ? ja maður bara spyr sig..............

Nóni:
Sæll Einar, það eina sem er ákveðið af þessu sem þú spyrð um eru tímaskiltin. Það hefur engin ákvörðun verið tekin um annað, 1/8 hefur verið ræddur og er það ekki svo vitlaus lending í bili á meðan hin málin verða kláruð.

Þú skrifar

--- Quote ---Eða á kannski bara að biðja keppendur um að fara ekki of geyst og skrúfa vel fyrir nösið ? ja maður bara spyr sig..............
--- End quote ---



Ég gæti nú byrjað á því að biðja þig um að vera með bremsurnar við hæfi bílsins og kannski að fá þér aðra fallhlíf og kvarta svo. Kjaftakerlingarnar segja að þú hafir bara keypt þér ennþá stærri vél finnst að Leifur ók svona hratt með lítilli, líka að þú hafir keypt vél fyrir allan peninginn og enginn afgangur hafi verið fyrir betri bremsum. :lol:
Væri nú ekki betra að vera með minni vél sem væri meira tjúnuð og þá er minni massi að burðast með og þar með auðveldara að bremsa?



Maður bara spyr sig...........og þig, Einar.

Kristján Skjóldal:
ég veit ekki betur að besta ferð hans hafi hann hreinlega beigt á til baka braut ekkert mál  8,36 168 mph:evil: en hann er bara að prufa alla brautina ekki satt :D  :D  :D

Einar Birgisson:
"Ég gæti nú byrjað á því að biðja þig um að vera með bremsurnar við hæfi bílsins og kannski að fá þér aðra fallhlíf og kvarta svo. Kjaftakerlingarnar segja að þú hafir bara keypt þér ennþá stærri vél finnst að Leifur ók svona hratt með lítilli, líka að þú hafir keypt vél fyrir allan peninginn og enginn afgangur hafi verið fyrir betri bremsum.  
Væri nú ekki betra að vera með minni vél sem væri meira tjúnuð og þá er minni massi að burðast með og þar með auðveldara að bremsa?"


Þetta er flott svar hjá stjórnarmanni KK.

ES bíllinn er specaður hjá NHRA og IHRA, ég er ekki viss um að braut KK yrði viðurkennd hjá þessum samtökum,

Óli Ingi:
Sælir, veit vel að ég hef nánast lítinn sem engan rétt að tjá mig um þessi mál, en langar það engu að síður,  nu er ég að koma sem nýliði í kvartmíluna og hlakka mikið til, hef einu sinni keppt á þessari braut á 14 sek, vona að ég geri eitthvað betur nuna  :lol: stefni á að byrja að læra að keyra og venjast dragganum, engar yfirlýsingar, og að sjálfsögðu veltur maður fyrir sér öllu, bílar og tæki orðnin endurbættari, öflugri og hraðskreiðari nuna heldur en áður, og verða alltaf öflugri og öflugri í framtíðinni, þannig að kannski er tímabært fyrir klúbbinn að bregaðst við þessari miklu þróun sem er að verða í keppnistækjum og hafa brautina eitthvað í samræmi við það, þá á ég sérstaklega við lengingu brautar, en að sjálfsögðu kostar þetta allt peninga og mannskap til. En þetta eru bara minar skoðanir hugsanir og pælingar

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

Go to full version