Ég kemst nú vanalega af með 300 krónur hjá Löður.
ertu ekki nema 4½ mínútu að tjöruþvó, skrúbba, þvo og bóna?
þú átt að opna bónstöð !!!
Þetta á við um Grand Cherokee,
Tjöruþvottur, úða yfir allan bílinn, læt standa smá stund
Sápuþvottur, skola tjöruhreinsinn og tjöruna af,
Aumingjabón, skola sápuna af með því.
Ef ég sé einhverja tauma þegar ég kem heim (mjög sjaldgæft) þá spúla ég létt yfir (og það vatn kostar mig ekki aukalega).
Það þíðir ekkert að drolla en þetta er ekkert mál. Þetta hefur verið ásættanlegur vetrarþvottur (þegar ég tími ekki að henda sumarbílnum útúr skúr svo ég geti gert þetta almennilega) en þetta er náttúrulega ekki eins gott eins og ef maður gerir þetta inní skúr.