Author Topic: Stimpilboltar stífir  (Read 1782 times)

Offline Ozeki

  • In the pit
  • **
  • Posts: 66
    • View Profile
Stimpilboltar stífir
« on: November 15, 2006, 22:28:01 »
Ég er að setja saman vaff áttuna mína, fékk nýja stimpla setta á stimpilstangirnar.  Þetta á bara að vera upptekt á rúmlega þrítugri vél, ekkert kvartmílu-keppnis-tæki.  En einn af stimplunum er frekar stífur á stönginni !  Svona ca að ég þarf að grípa um toppinn með allri lúkunni til að rugga honum fram og tilbaka á stönginni.

Hversu stíft má þetta vera?  Vélaverkstæði segjir að þetta losni þegar vélin fari af stað og hitni.  En stimplarnir (cast) séu bara ekki betri en þetta, holurnar séu ekki alveg beinar.

Er einhver með reynslusögur af svona dæmi .. ?

Offline cv 327

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 433
    • View Profile
Stimpilboltar stífir
« Reply #1 on: November 15, 2006, 23:06:22 »
Hef einhvernvegin á tilfininguni að vélaverstæðið hafi gert mistök við ásetninguna.
Athugaðir þú hvort stimpilboltarnir voru ekki alveg liðugir í stimplunum (auðvelt að taka þá úr).
 Það er hætta á að aflaga gatið ef ekki eru notuð rétt undirstykki, þegar boltinn er pressaður í.
Hvort að þetta sleppi?, hugsanlega en ég mundi ath. hvort þetta liðkast upp með olíu.
Kv. Gunnar B
Kveðja.
Gunnar B. Eyjólfsson
Sveitakallinn