Svo má nú líka horfa á fleiri hliðar á bílstjórum..
Það er til fólk sem keyrir hraðar en annað fólk.. en lendir ALDREI í tjóni...
Og einnig til fólk sem keyrir voða hægt og vel (að eigin mati) en er alltaf að keyra utan í eitthvað..
Má ekki líka setja fólk í akstursmat hjá tryggingarfélögum og hafa gjöld trygginga í samræmi við kunnáttu bílstjórans?
Ég viðurkenni það að ég keyri hraðar en margir aðrir, ekkert á 150 á sæbraut eða eitthvað svoleiðis rugl, en örlítið hraðar en aðrir... Það kemur væntanlega að árekstri hjá mér eins og mörgum öðrum, en enn sem komið, eftir tæp 8 ár með bílpróf, hef ég aldrei keyrt á nokkurn skapaðan hlut. Og ég viðurkenni það einnig að ég keyrði eins og bavíani fyrstu árin.. fyrstu 5 árin allavega... tvöfaldaði oft hámarkshraða og fleira..
Er alls ekki stoltur af því, enda byrjaður að fikta við alls konar akstursíþróttir til að reyna að stunda svona fíflaskap löglega
En á meðan ég keyrði eins og hálfviti, átti ég vini sem keyrðu ekki eins og ég, en tjónuðu fleiri bíla en ég get talið...
Á þá ekki að fara að kynjaskipta tryggingagjöldum líka?
T.d. viðkvæmt umræðuefni er stelpur og gamalt fólk.
Það er ekki sanngjarnt að segja að þessir 2 hópar "kunni ekkert að keyra". En það er nú í flestum tilfellum satt að þessir 2 hópar hafa í miklum meirihluta lítinn áhuga á akstri og bílum. Og vilja í flestum tilfellum bara hafa einhvern annan undir stýri. (ég er ekki að segja ALLIR, en stórhópur innan þessa 2ja hópa).
Og ef maður hefur ekki áhuga á hlutnum, er erfitt að vera góður í því. (ég hef t.d. engan áhuga á fótbolta, en ég fer nú samt stundum í fótbolta, og viti menn... ég kann ekki skít í fótbolta:))
Eiga þessir 2 hópar þá ekki að borga meira líka?
Allt pælingar... don't mind me, er ekki að reyna að ergja einhvern hehe, en það er svo miklu meira sem telur en eingöngu hraðakstur
p.s. ég er alls ekki að réttlætahraðakstur, bara að benda á fleiri hliðar... margir árekstrar verða t.d. þegar einhver fer útá aðalgötu og keyrir á 20-30 til að passa sig nú vel.. og svo er bombað aftan á þá...
Móðir mín var stoppuð fyrir að keyra of hægt fyrir 2-3 árum... true story.. og þeir sögðu henni að keyra hraðar!