Kvartmílan > Leit að bílum og eigendum þeirra.

96-98 Mustang?

<< < (2/6) > >>

Moli:

--- Quote from: "Siggi82" ---Veit einhver eitthvað um þennann bíl ? einhver specs og ásigkomulag
Og hvort að hann sé mögulega falur og á hvað ca.mikið?


--- End quote ---


sæll, þú hefðir getað fengið þennan bíl í vor í toppstandi á 1.400.000 kall, en þetta er bíll sem Olli átti lengi vel og hann setti í hann 4.6 SVT Cobru mótor og T45 5 gíra beinskiptingu, allt nýtt frá Ford Racing. Mótor er uppgefinn 320hö frá verksmiðju það var búið að "endurmappa" tölvu og bæta loftflæði. Annars var hann alveg orginal. Kistufell sá um að setja mótor og kassa í. Gummari kaupir bílinn af Olla og setur á hann cowl húdd og 18" (minnir mig) felgur, selur svo. Sá sem keypti lét setja á húddið svarta Cobra slöngu og var kominn á einhverjar sjoppulegar framfelgur síðast þegar ég sá hann undir haustið. Veit ekki frekari deili á honum eftir það.

Hérna er hægt að sjá helvíti töff video sem núverandi eigandi gerði ---> http://videos.streetfire.net/video/FBADED05-D47B-4FE0-8378-10EDECE95909.htm

Gummari:
þetta er flott lysing hja þer Maggi en það er lika liklegt ad menn seu ad
rugla "shinoda cobrunni" minni gomlu vid þennan bil vegna þess ad hann
er med huddið og felgurnar af þessum og er nu einnig einlitur.eg kann ekkert ad setja inn myndir en hann hefur mætt á honum a einn eða tvo rúnta gaman ef einhver gæti sett mynd af honum inn hann heitir Siggi sem á 94 shinoda bilinn en Arnar sem á 98 Cobra pwr bilinn 8)
sidast þegar eg vissi var hvorugur til sölu :wink:

Moli:

--- Quote from: "Gummari" ---þetta er flott lysing hja þer Maggi en það er lika liklegt ad menn seu ad
rugla "shinoda cobrunni" minni gomlu vid þennan bil vegna þess ad hann
er med huddið og felgurnar af þessum og er nu einnig einlitur.eg kann ekkert ad setja inn myndir en hann hefur mætt á honum a einn eða tvo rúnta gaman ef einhver gæti sett mynd af honum inn hann heitir Siggi sem á 94 shinoda bilinn en Arnar sem á 98 Cobra pwr bilinn 8)
sidast þegar eg vissi var hvorugur til sölu :wink:
--- End quote ---


sæll Gummari, ég hélt ég ætti nýjar myndir af Shinoda Cobrunni sem þú áttir en ég á slatta af gömlum, eins og hann var.

Annars er ég búinn að scanna albúmin sem ég fékk hjá þér, þarf að koma þeim til þín og fá...??? fleiri? :D

Olli:
Já þennann átti ég á sínum tíma og breytti.  Bíllinn þá aðeins keyrður um 32 þús mílur.
Ekki laust við að maður sakni hans smá svona þegar að maður sér myndirnar, en heldur finnst mér hann nú í sjoppulegu ástandi núna.
En gaman verður að sjá hvort hann verði ekki orðinn jafn huggulegur næsta sumar og hann var hjá Gummara :D

Siggi82: Ef að þú hefur einhverjar fleiri sp. þá geturu líka sent mér ep, ætti að geta frædd þig um allt sem snertir þennan bíl.

Og ef hann er til sölu, þá máttu alveg kaupa hann og selja mér hann svo á einhvern slikk :D  Bara gaman að keyra þennann.

siggi-ingi:
Sælir. Shinoda bíllinn er nú kominn af skrá og ég er með hann inni í skúr þar sem hann verður í hlýjunni í vetur.  Daihatsuinn kemur mér á milli á meðan en veitir einhvern veginn ekki sömu ánægju  :)  Sjáumst sprækir í vor ;)

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

[*] Previous page

Go to full version