Sæll Jökull
Eins og þú sérð hér að ofan þá eru alltaf til kerlingar sem eru til í að hnýta aðeins í Moparinn. Það er nú bara svona að menn öfunda þá sem hafa góðan smekk.
Ég veit ekki hvað þú átt við með að hressa "aðeins" upp á 318 en ætla að gera ráð fyrir að þú sért að tala um bíl sem færi kvartmíluna á 13 eitthvað sek. Ef "aðeins" hjá þér er eitthvað minna en þetta þá skaltu byrja á tvennu: Flækjum og lægra drifhlutfalli (t.d. 3.91:1) með driflæsingu ef þú ert að spá í spyrnu, annars skaltu hafa hlutfallið hátt (t.d. 3.23:1). Fá þér svo síðar 4 hólfa blöndung og gott millihedd með honum.
En fyrir 13 sek small block þarftu:
Vél:
-318 hedd P4529268
-Flækjur og tvöfalt púst
-Viftuspaða: P4120758
-Elektróníska kveikju
-Millihedd P4529116
-Knastás P4452757
-Ventlagorma P4286813
-Ventlasplitti P4452033
-Undirlyftur P3614321
-Undirlyftustangir P4529554
-4 hólfa blöndung
-K og N loftsíu
-Góða kveikjuþræði
Boddí:
-3.91:1 drifhlutfall
-Læst drif
-Stillanlegan pinjón púða (pinion snubber)
-Skiptikitt frá B og M ef þú ert með sjálfsk.
-Klemmur á fjaðrir P4120470
Öll númerin hér að ofan eru frá Mopar Performance, en ég ráðlegg þér að nota jafnvel frekar sambærilega hluti frá öðrum franleiðendum.
Ragnar