Sælir spekingar...
Ég er með Ford M block 400 CID mótor sem ég þekki ekki vel söguna á. Fékk hann í bíl sem ég partaði og ætlaði ekki að nota hann í fyrstu. Mótorinn gekk fínan gang, vann ágætlega og virtist smyrja eðlilega. Áður en ég reif hann úr þjöppumældi ég hann og kom hann vel út úr þeirri mælingu. Af því að ég ætlaði ekki að nota mótorinn gerði ég þau mistök að skipta ekki um olíu á honum né tékka á sludge status sem maður auðvitað ætti að gera. Svo breytist planið og ég ákveð að nota mótorinn eftir tveggja ára geymslu. Þá fyrst kíki ég undir heddlokin og þá kemur í ljós ófögur sjón, allt fullt af drullu (“sludge”). Augljóst að fyrri eigandi hefur ekki verið nógu duglegur að skipta um olíu og svo hefur hann líka að öllum líkindum gengið of kaldur. Það var rangur vatnlás í vélinni sem opnar í 180 °F en gefinn er upp í hann vatnslás sem opnar í 195 °F. Kannski eina skynsamlega að taka mótorinn upp en það stendur ekki til hjá mér að sinni. Planið er að sjá hvort ekki sé hægt að láta mótorinn hreinsa sig án þess að rífa hann í spað. Það sem ég er búinn að gera er að hreinsa alla drullu úr heddlokunum og ofanaf heddunum, reyndi að láta drulluna sem hreinsuð var af ekki fara niður í vélina. Olíupannan hreinsuð og kjallarinn á vélinni neðan frá. Dældi slatta af steinolíu í gegnum vélina . Planið er svo að hreinsa mótorinn að innan þegar hann verðu settur í gang með því að setja blöndu af smurolíu og dieselolíu / sjálfskiptingarvökva á hann láta hann ganga og skipta nokkru sinnum um á honum eins og þarf.
Ok, hvað haldið þið, á ég eftir að bræða úr mótornum með stíflaða smurganga eða hafið þið einhverjar góðar ráðleggingar annað en að ég eigi að fá mér Dodge eða GM sem er harla ólíklegt að ég geri?