Author Topic: Sludge  (Read 2222 times)

Offline Helgi

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 35
    • View Profile
Sludge
« on: November 01, 2006, 21:35:55 »
Sælir spekingar...

Ég er með Ford M block 400 CID mótor sem ég þekki ekki vel söguna á. Fékk hann í bíl sem ég partaði og ætlaði ekki að nota hann í fyrstu. Mótorinn gekk fínan gang, vann ágætlega og virtist smyrja eðlilega.  Áður en ég reif hann úr þjöppumældi ég hann og kom hann vel út úr þeirri mælingu.  Af því að ég ætlaði ekki að nota mótorinn gerði ég þau mistök að  skipta ekki um olíu á honum né tékka á sludge status sem maður auðvitað ætti að gera.  Svo breytist planið og ég ákveð að nota mótorinn eftir tveggja ára geymslu.  Þá fyrst kíki ég undir heddlokin og þá kemur í ljós ófögur sjón, allt fullt af drullu (“sludge”).  Augljóst að fyrri eigandi hefur ekki verið nógu duglegur að skipta um olíu og svo hefur hann líka að öllum líkindum gengið of kaldur.  Það var rangur vatnlás í vélinni sem opnar í 180 °F en gefinn er upp í hann vatnslás sem opnar í 195 °F.  Kannski eina skynsamlega að taka mótorinn upp en það stendur ekki til hjá mér að sinni.  Planið er að sjá hvort ekki sé hægt að láta mótorinn hreinsa sig án þess að rífa hann í spað.  Það sem ég er búinn að gera er að hreinsa alla drullu úr heddlokunum og ofanaf heddunum, reyndi að láta drulluna sem hreinsuð var af ekki fara niður í vélina.  Olíupannan hreinsuð og kjallarinn á vélinni neðan frá.  Dældi slatta af steinolíu í gegnum vélina .  Planið er svo að hreinsa mótorinn að innan þegar hann verðu settur í gang með því að setja blöndu af smurolíu og dieselolíu / sjálfskiptingarvökva á hann láta hann ganga og skipta nokkru sinnum um á honum eins og þarf.

Ok, hvað haldið þið, á ég eftir að bræða úr mótornum með stíflaða smurganga eða hafið þið einhverjar góðar ráðleggingar annað en að ég eigi að fá mér Dodge eða GM sem er harla ólíklegt að ég geri?
Helgi R. Theódórsson

Gizmo

  • Guest
Sludge
« Reply #1 on: November 02, 2006, 10:35:05 »
Vélin var í lagi var það ekki ?

Lokaðu henni, settu í bílinn og notaðu ódýra venjulega smurolíu fyrir diesel vélar, skiptu svo um olíuna þegar hún er orðin vel svört.  Þú þarft að gera þetta nokkru sinnum og þá er þetta mesta farið.  Vertu líka viss um að PCV kerfið virki almennilega.

Offline firebird400

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.307
    • View Profile
Sludge
« Reply #2 on: November 02, 2006, 12:04:21 »
Ég mundi ekki hika við að skella smá slettu af ATV út í hjá mér ef ég væri að standa í þessu.

En ég mundi byrja með nýja olíusíu og skipta svo fljótlega aftur
Agnar Áskelsson
6969468

Offline Heddportun

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.686
  • Engine Builder-Head Porter-CNC Machinist-CAD/CAM
    • View Profile
Sludge
« Reply #3 on: November 02, 2006, 18:25:03 »
Það eru til spes olíur til að hreinsa sludge úr vélum,ætla að grafa það upp hverjar þær eru ein sem ég man eftir er. Auto RX
Heddportun og Vélabreytingar
Innflutingur á vélum,vélhlutum,almennum vara og aukahlutum

USA 01 713 409 6094
Heddportun@gmail.com

Ari Gislason

Offline Mustang´97

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 194
    • View Profile
    • http://www.cardomain.com/id/siggihall
Sludge
« Reply #4 on: November 05, 2006, 18:30:34 »
Ég hefði ekki hreift við þessu nema taka mótorinn upp, til að eiga ekki á hættu að stífla smurgang. En þar sem þú ert byrjaður ættiru bara að prófa að setja vel af ATF út í smurolíuna og skifta fljótlega um olíu