Author Topic: Breytingatillögur afturkallaðar af höfundi.  (Read 10078 times)

Offline 1966 Charger

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 849
    • View Profile
Re: Reglur
« Reply #20 on: March 03, 2007, 23:43:33 »
Hinsvegar er Dodge Viper bannaður skv. tilllögunni.  Ég veit að skýringin á þessu er ekki Vinaleiðin eins og hjá Þjófkirkjunni og held ekki að NASCAR-ísk aðferðafræði sé ástæðan fyrir því að V-10 mótorinn er bannaður skv. tillögu Háldfánar.  En Viper eða Corvette V-8 eða V-10 gildir einu:  Núgildandi árgerðarreglur eru viðunandi.

Ragnar
 

Quote from: "429Cobra"
Sælir félagar. :)

Sæll Harry.

Já samkvæmt þessu myndi hún komast inn. :!:
66 Charger, 451, .582" lift, 10" conv.  4.10:1. 1868 kg/4118 lbs.
60=1,994, 11,79@114 mph venjuleg Firestone radial dekk.
Íslandsmeistari MC 2007, 2008 og 2009.

Offline Harry þór

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 714
  • Camaro 427
    • View Profile
    • http://www.korfubilar.is
mc
« Reply #21 on: March 04, 2007, 00:45:23 »
Sæl öll. Það var nefnilega það,fróðlegt.

það styður það sem ég var að segja , það er engin þörf á að  breyta MC,bara árétta dekkjareglur og að keppnisstjórn viti kvað reglur kveða á um.

Það er til flokkur fyrir bíla með spólvörn og tölvukubba.

kv Harry Þór
1969 Camaro 427 sYc
11.99 Drag radial 60 ft 1.650
12.24 BFG  radial 60 ft 1.795  111.93 mph
Altered dragster 598 bbc 4.77.  1/8 - 147.5 mph - 1.09 60 ft
1/4 7.65 - 163.5 mph

Offline 429Cobra

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.440
    • View Profile
........
« Reply #22 on: March 04, 2007, 15:07:28 »
Sælir félagar. :)

Sæll Harry.

Gott að þér þyki þetta fróðleg :!:  :?

En það er reyndar rétt hjá þér, það þarf einfaldlega ekki að breyta reglum.
Heldur hafa þær eins og þær reglur sem síðast gilltu.
Spuningin er bara hvað reglur það voru? :?:

Voru það þessar:
http://www.kvartmila.is/display.php?PageID=37

Þessar:
http://www.kvartmila.is/spjall/viewtopic.php?t=7111

Eða þessar sömu að ofan mínus dekkjakaflinn, sem stjórnin breytti eftir aðalfundinn í fyrra en hafði ekki leyfi til samkvæmt  9. grein laga klúbbsins, sem er svona:
Quote
9. gr. Aðalfundur Kvartmíluklúbbsins ákveður keppnis- og svæðisreglur sem skal framfylgja að fullu hverju sinni. Keppnisreglum má aðeins breyta eftir að þær hafa verið samþykktar á aðalfundi með 2/3 hluta atkvæða. Gildandi keppnisreglur skulu vera aðgengilegar öllum félagsmönnum.


Og það þrátt fyrir að áhöld væru um kosningu í þessu umdeilda dekkjamáli.

Reglurnar voru birtar á sínum tíma eins og þær voru lagðar fram á aðalfundi og "samþykktar" (umdeilt) þar, og síðan birtar hér á spjallinu sem telst opinber birting.

Það hefði því þurft að fá aðalfundarsamþykkt til að breyta þeim, jafnvel þó svo að það hefði/hafi komið í ljós að kosningin var ekki rétt.
Ef svo er þá þarf að kjósa aftur um þetta atriði og EKKERT annað, í þeim reglum sem við á.
Stjórnin má hinns vegar ekki breyta því sem aðalfundur samþykkir, er búið að birtast opinberlega og hefur þar með öðlast gildi. :!:
Ég veit að þetta er komið út í lagamál, en við erum sem íþróttafélag með aðild að ÍSÍ komnir í þá stöðu að við verðum að hafa hlutina á hreinu og þar með að nota lagamál. :shock:

Hinns vegar með Corvette og Viper.
Þá hafði ég skilgreiningu frá "musclecarclub.com" að leiðarljósi þegar ég samdi reglurnar.
Þar kemur Viper hvergi fram þar sem talað er um "musclecar" en þar er Corvette flokkuð sem "sportcar" og fellur því ekki undir skilgreininguna "Musclecar"
Hér má sjá þeirra skilgreiningu á hvað er "musclecar":
http://musclecarclub.com/musclecars/general/musclecars-definition.shtml

Ég var þess vegna að reyna að koma MC flokknum nær því að vera  "alvöru" Musclecar ferkar en hitt.
Þess vegna ætti líka að skoða MS/flokkinn í samhengi við þessa nýu tillögu mína um MC/flokk.

Hvað varðar yngri bílana, þá er hægt að segja að þeir séu hálf "munaðarlausir" hvað flokka varðar.
Í USA eru þessir bílar frá 1985 og upp oft kallaðir "Modern Muscle" og við getum ekki horft fram hjá þeim.
Ég spyr hvar eigum við að flokka þessa bíla svo sanngjarnt sé. :?:

Hefur síðan enginn skoðað þá tilllögu sem kemur frá stjórn KK sett inn af "frodfjarkanum" :?:
Merkilegt að hún er mjög svipuð minni en enginn hefur neitt út á hana að setja :!:
Ja nema ég :idea:
Kveðja.<br />Hálfdán Sigurjónsson.   :roll:<br /><br />Losing Is Natures Way Of Saying YOU SUCK.<br /><br />Öll endurbirting á skrifum mínum á þennan vef eða annars staðar er bönnuð nema að fengnu skriflegu samþykki höfundar.

Offline cv 327

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 433
    • View Profile
Breytingatillögur afturkallaðar af höfundi.
« Reply #23 on: March 04, 2007, 21:07:43 »
Sæll Hálfdán.

Eru þessar tillögur þínar um MC og MS flokk spyrtar saman?
Og hvernig eru reglur varðandi breytingar á flokkum settar fram á aðalfundi. Eru td. núgildandi reglur fyrir flokkana útprentaðar á blöðum og breytingartillögur líka, til skoðunnar á fundinum eða liggja frammi fyrir fundinn?
Kv Gunnar B.
Kveðja.
Gunnar B. Eyjólfsson
Sveitakallinn

Offline 429Cobra

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.440
    • View Profile
Hugmyndir.
« Reply #24 on: March 04, 2007, 21:22:50 »
Sælir félagar. :)

Sæll Gunnar.

Það má eiginlega segja að þær taki hvor við af annari.
Mér sýnist að það verði aldrei sátt um dekkjareglur í MC/flokki, þannig að það einfaldasta í stöðunni var að setja upp nýann flokk svona mitt á milli MC og SE.
Þannig að Já eins og ég sagði áðan þá ætti að skoða þær í samhengi og í samhengi við flokkinn eins og hann er í dag.

Þessar hugmyndir sem komu fram á réttum tíma verða síðan bornar undir atkvæði á aðalfundi.
Þær reglur sem samþykktar eru þar má síðan ekki breyta fyrr en á næsta aðalfundi.
Hinns vegar má stjórn klúbbsins bæta inn flokkum sem EKKI eru keyrðir til Íslandsmeistaratitils :!:
Það má keyra þá í keppnum sem gilda til Íslandmeistaratitils en aðeins sem "tilrauna flokka", og þá jafnvel til bikarmeistara.

MC/flokkurinn var til að mynda keyrður þannig fyrsta árið.

Þessar tilllögur sem komu fyrir auglýstann tíma samkvæmt 7. grein laga klúbbsins, ættu að vera til á blöðum á aðalfundinum svo og breytingatilllögurnar.
Þannig að til dæmis þær tilllögur sem "fordfjarkinn" er með hér á spjallinu ættu ekki að vera til umræðu þar sem þær komu eftir auglýstann loka skilafrest á tillögum til reglu/lagabreytinga sem er tveimur vikum fyrir aðalfund.
Kveðja.<br />Hálfdán Sigurjónsson.   :roll:<br /><br />Losing Is Natures Way Of Saying YOU SUCK.<br /><br />Öll endurbirting á skrifum mínum á þennan vef eða annars staðar er bönnuð nema að fengnu skriflegu samþykki höfundar.

Offline cv 327

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 433
    • View Profile
Breytingatillögur afturkallaðar af höfundi.
« Reply #25 on: March 04, 2007, 21:34:10 »
Sæll Hálfdán.
Takk fyrir svör.
Ég er bara að velta upp möguleikum. Td ef breytingartillagan um MC flokk yrði samþykkt en MS ekki Þá væri betur setið heima.
Svo þarf að hafa alveg á hreinu hvaða reglur eru í gildi núna.
Annars er ég sammála þessum breytingum eins og ég hef lýst áður.
Kv. Gunnar B.
Kveðja.
Gunnar B. Eyjólfsson
Sveitakallinn

Offline 429Cobra

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.440
    • View Profile
Reglur aftur.
« Reply #26 on: March 04, 2007, 22:53:31 »
Sælir félagar. :)

Sæll Gunnar.

Ég á svo sem ekkert von á því að þessar breytingar í MC/flokki sem ég legg til verði samþykktar :!:
Til þess eru þær að mér finnst helst til rótttækar fyrir flesta, en við skulum nú sjá hvað aðalfundarmenn segja.
Ég er hinns vegar að vonast til að stjórn klúbbsins ákveði að leyfa keyrslu MS flokks  í sumar sem tilraun og þá ekki til íslandsmeistara, það er ef hann verður ekki samþykktur á aðalfundinum sem ég svo sannarlega vona.

Ég reyndar samdi þessar reglur sem smá pakka ef að ný deild klúbbsins sem við höfum gefið vinnuheitið "Muscle Car Deildin" kæmist upp og við gætum haldið ca 4 samkomur í sumar með uppákomum svo sem "swapmeet" sýningu og æfingakeppni, auk þess að hafa rúnt svona einu sinni í mánuði.

En til þess þurfum við fólk sem langar að vera með bæði á nýum og gömlum "Muscle car" bílum :!:
Kveðja.<br />Hálfdán Sigurjónsson.   :roll:<br /><br />Losing Is Natures Way Of Saying YOU SUCK.<br /><br />Öll endurbirting á skrifum mínum á þennan vef eða annars staðar er bönnuð nema að fengnu skriflegu samþykki höfundar.

Offline Þröstur

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 38
  • Chevelle SS 1970
    • View Profile
Breytingatillögur afturkallaðar af höfundi.
« Reply #27 on: March 05, 2007, 21:54:43 »
Sæl verið þið.

Flokkurinn er í lagi eins og hann er. Þessar breytingartillögur færa hann enn lengra frá upprunalegu hugmyndinni,það er flokk fyrir lítið breitta eldri MC bíla og þar sem mikill fjöldi þessara bíla er til,er í uppgerð eða hefur verið fluttur inn undanfarið hafa líkur á líflegum MC flokk í óbreyttri mynd aukist töluvert,en við verðum að átta okkur á því að það rjúka ekki allir upp á braut um leið og þeir fá svona bíla í hendurnar,en ég er viss um að þarna úti eru menn sem langar til að reyna sig við félagana og þessi löngun hverfur ekki hún getur bara magnast þar til menn ráða ekki neitt við neitt og rjúka upp á braut og draga jafnvel með sér félaga en þá verður flokkurinn að vera til!!
Annað sem kemur til með að lífga upp á flokkinn er þegar hægt verður að aka að brautini á bundnu slitlagi,en þegar það verður að veruleika verður flokkurinn að vera til!!

Gefum þessu tíma,látum flokkinn í friði þannig að hann geti vaxið og dafnað.

PS. Tölvustýrðir bílar eiga ekki heima í þessum flokk.
      Þetta er flokkur fyrir þá sem vilja stýra sjálfir.

Kveðja
Þröstur
Þröstur Guðnason
Chevelle 454 LS6
12.09 @ 110.56
60 ft. - 1.66

Offline 440sixpack

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 362
    • View Profile
Radial og það vejuleg, sniðugt.
« Reply #28 on: March 07, 2007, 22:46:11 »
Það er alveg með ólíkindum hvað menn geta ruglað um þennan MC flokk aftur og aftur. Bjóða uppá möguleika að setja race convertera og cnc portuð hedd og alles, hvaða heilbrigð hugsun liggur þar að baki, en hafa svo 2,5” púst og radialdekk í framhaldi af standard fjöðrun. Endurskírum þetta í BO flokk BO=BurnOut. Venjuleg Radial dekk í MC er ekki að virka, og leiðinlegt að horfa á. Ætti frekar að banna venjuleg radialdekk á brautinni.

Til hvers að halda spólkeppni á kvartmílubrautinni, menn leika sér að því á götunum, menn settu götuslikka undir bílana sína í MC flokknum til að koma hestunum í malbikið til að ná betri tíma. Fyrir þá sem ekki vita þá er venjulegur og þokkalega preppaður Musclecar með bigblock með 500+ hestafla power.  Venjuleg Radial dekk my ass.

Góða skemmtun.
:lol:
Þórður Ingvarsson
1970 Dodge Challenger R/T 440 shaker.(seldur) (O O [====R/T=] O O)
1971 Plymouth Cuda Pro-street Project.  (O O {]{]{]|[}[}[} O O)
2003 Mercedes Benz E-500 Avantgarde
2007 Yamaha YZF R-1

Offline cv 327

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 433
    • View Profile
Breytingatillögur afturkallaðar af höfundi.
« Reply #29 on: March 08, 2007, 10:56:35 »
Eru menn ekki að fjarlægjast svolítið þetta með "kappaksturinn af götunum á lokað svæði", með því að leggja til að radíal dekk verði bönnuð?
Það þyrfti að vera til flokkur sem passar fyrir venjulegan MC bíl og annar sem er fyrir vel preppaðan MC bíl.
Bara mín skoðun.
Kv. Gunnar.
Kveðja.
Gunnar B. Eyjólfsson
Sveitakallinn

Offline Nóni

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.213
    • View Profile
    • http://www.icesaab.net
Breytingatillögur afturkallaðar af höfundi.
« Reply #30 on: March 10, 2007, 01:48:01 »
Fannst þetta vera komið langt út fyrir umræðuefnið, venjulega lætur maður það vera en það er verið að ræða reglur hér, ekki prump og svívirðingar.

Allir vinir. :D


Nóni
Kv. Nóni

_______________

Jón Gunnar Kristinsson,
með SAAB á heilanum.
www.icesaab.net

Betra er að blása en að sjúga!
SAAB 9000 túrbó 1987    12.100 @ 115.0