Kvartmílan > Aðstoð
vantar góðar hugmyndir fyrir tuningu á lt1 350
duke nukem:
Sælir ég er með pontiac TA ram air ws6 96, hann er lítið breyttur
það sem hefur verið gert við hann er
3" borla opið púst
nýtt hlutfall 3:73
ný eaton læsing
hypertech tölvutuning
tölvukubbur(air intake temputure sensor)
kn filter
á götuslikkum var ég að fara 13.7 en það var fyrir hlutfallið
ég er að hugsa um að fara í djupa vasann og setja í hann c.a 350-400kall
og mig vantar góðar hugmyndir frá reyndari mönnum sem hafa gott vit á þessu. Mig hefur verið að dreyma um að setja blásara í hann en það er
spurning hvort það sé rétta leiðin, það er líka spurning hvaða tíma maður
væri tíma maður gæti verið að taka fyrir þennan pening.
kv.Duke
Heddportun:
Margt hægt að gera fyrir þennan pening en Turbo eða SC er ekki málð,kostar mjög mikið + ísetning og slítur stimpilhringjunum hratt
Volgan ás,taka úr heddunum,Flækjur,TB og stilla fjöðrunina + Nítró geturu verið að taka háar 10 á nítróinu með góðu rönni
Dodge:
ég held að þessi peningur kaupi 383 stroker shortblock með flottu gramsi
og kannski fínann ás til viðbótar.
Dodge:
like this see
http://cgi.ebay.com/ebaymotors/SBC-LT1-ELITE-SERIES-STROKER-SHORT-BLOCKS-383-385-388_W0QQitemZ8071135342QQihZ019QQcategoryZ33615QQssPageNameZWD1VQQrdZ1QQcmdZViewItem
og einhvern hentugann ás með.
þá ertu kominn með skotheldann kjallara sem má svo alltaf bæta meira ofaná seinna ef þig langar í meira.
1965 Chevy II:
Einnig til hjá www.speedomotive.com $3.285 --383 balanceraður/blueprintaður H-beam stangir JE stimplar ofl gott.
http://www.speedomotive.com/p-175-chevy-lt-1-383cid-i-pc-seal-street-master.aspx#KitInPostBack
Þeir eru í Californiu og það fer gott orð af þeim.
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
Go to full version