Kvöldið,
Ég er að leita að Broncoinum sem mamma og pabbi áttu í kringum 1980.
Hann var eins og segir í fyrirsögninni árgerð 1974, breyttur á 36" (Ekki viss hvort hann hafi verið breyttur fyrir 38" en þær hefðu komist undir).
Mútta saumaðu "toppinn" ljósbláan og sérsmíðaðir stólar voru í bílnum, bláir með Ford merki í bakinu, bílstjórastóllinn var sérsmíðaður fyrir pabba og farþegastóllinn var smíðaður undir múttu.
Mig minnir að það hafi verið 302 í húddinu á honum.
Bíllin var "blágrásanseraður" (Er nokkuð viss að þetta hafi ekki verið ford blár litur, rámar í Mazda lit einhvern).
Númerið á honum á þessum tíma var G-1955, gömlu hjónin voru aðrir eigendur á bílnum.
Reyni að skanna inn mynd á morgun...
En endilega ef einhver veit einhvað, eða Moli, þetta númer gagnast þér eitthvað þá langar mig rosalega að vita um bílinn.