Kvartmílan > Keppnishald / Úrslit og Reglur

Það var sandspyrna í dag.....

(1/3) > >>

1966 Charger:
Ég skrapp á sandspyrnu í dag.  Hún gekk nú ansi skrykkjótt.  Ljósin síbilandi og þó brautin væri skafin reglulega og vel þá tók undirbúningurinn langan tíma.  Það var farið að rökkva þegar keppni lauk.  Það var samt helvíti fín stemming þarna, enda má segja að í kringum sandinn hafi skapast nokkurskonar "cult"   Nokkuð myndarlegur hópur var mættur og undir lokin var á svæðinu samansafn harðkjarnaliðs sem ætti að taka mynd af og setja á plakat undir titilinum:  Raunverulegt áhugafólk um íslenskt mótorsport:  Fólk sem kvartaði ekki undan síbilandi ljósum.  Fólk sem grenjaði ekki þótt bílar biluðu í brautinni.  Fólk sem fékk sér eina með öllu þótt steikti laukurinn í sjoppunni væri fokinn ofan  fjöru.  Fólk sem fékk snert af fortíðarþrá þegar það sá Agga dragga og Gunna hugvitsbrekku flagga fyrir sigurvegurum hverrar spyrnu; raunverulegt íslenskt mótorsportfólk sem horfði upp á starfsfólk keppninnar ausið drullu og sandi (sérstaklega startarinn sem á skilið friðarverðlaun Nón-bels fyrir að ganga ekki í skrokk á keppendum sem ötuðu hann mest auri).  Þetta sjóv minnti mig á fyrstu sandspyrnukeppni Bílaklúbbs Akureyrar 19sjötíuogeitthvað.  Hún var haldin við Dalvík.  Liðlanga nóttina fyrir keppnina skökuðumst við með jarðvegsþjöppu yfir brautina og sprautuðum á brautina með þverhandarþykkum brunaslöngum sem tengdar voru við dælu sem slökkvilið Dalvíkur lánaði okkur. Við töldu okkur í góðum málum, en þetta strit gerði ekkert gagn: Keppnistækin spóluðu sig hvert af öðru niður á kvið í startinu.  Í þetta skiptið festist enginn í brautinni sem er auðvitað framför og ef helvítis klukkurnar hefðu virkað þá er ég ekki í vafa um að frændi minn (Stjáni Skjól) of fleiri af hans fína kaliberi hefðu fundið sér eitthvað til að kíta um fram ánæsta bolludag.

Æðrulaust starfsfólk keppninnar hafi þökk fyrir að nenna að standa í þessu.   Það gengur bara betur næst.

Valli Djöfull:




Vídjó af ræsinum að fá smá leðju yfir sig og Hafliða að missa bílinn smá útúr braut
Og þetta vídjó sýnir ástæðun á bakvið það að fólk átti að halda sig bakvið stikurnar :)  því allt getur jú gerst..  

En já.. ég er fullur, enda nýkominn af snillllllldar lokahófi! :D

Dodge:
að menn skulu láta svona við greyjið ræsinn,,, ég veit han elskulegur raggi bróðir vor hefur ekki verið svo illkvittinn, enda fer gírinn alltaf hjá honum áður en honum gefst færi á því :)

Valli Djöfull:

--- Quote from: "Dodge" ---að menn skulu láta svona við greyjið ræsinn,,, ég veit han elskulegur raggi bróðir vor hefur ekki verið svo illkvittinn, enda fer gírinn alltaf hjá honum áður en honum gefst færi á því :)
--- End quote ---

Tjahh... hann notaði nú einhvern slatta af nítró til að moka yfir greyið  :lol:

Addi:
Nahh... hann drullaði aðallega yfir brautarstjórann

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

Go to full version