Author Topic: Það var sandspyrna í dag.....  (Read 6276 times)

Offline 1966 Charger

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 849
    • View Profile
Það var sandspyrna í dag.....
« on: October 14, 2006, 23:05:50 »
Ég skrapp á sandspyrnu í dag.  Hún gekk nú ansi skrykkjótt.  Ljósin síbilandi og þó brautin væri skafin reglulega og vel þá tók undirbúningurinn langan tíma.  Það var farið að rökkva þegar keppni lauk.  Það var samt helvíti fín stemming þarna, enda má segja að í kringum sandinn hafi skapast nokkurskonar "cult"   Nokkuð myndarlegur hópur var mættur og undir lokin var á svæðinu samansafn harðkjarnaliðs sem ætti að taka mynd af og setja á plakat undir titilinum:  Raunverulegt áhugafólk um íslenskt mótorsport:  Fólk sem kvartaði ekki undan síbilandi ljósum.  Fólk sem grenjaði ekki þótt bílar biluðu í brautinni.  Fólk sem fékk sér eina með öllu þótt steikti laukurinn í sjoppunni væri fokinn ofan  fjöru.  Fólk sem fékk snert af fortíðarþrá þegar það sá Agga dragga og Gunna hugvitsbrekku flagga fyrir sigurvegurum hverrar spyrnu; raunverulegt íslenskt mótorsportfólk sem horfði upp á starfsfólk keppninnar ausið drullu og sandi (sérstaklega startarinn sem á skilið friðarverðlaun Nón-bels fyrir að ganga ekki í skrokk á keppendum sem ötuðu hann mest auri).  Þetta sjóv minnti mig á fyrstu sandspyrnukeppni Bílaklúbbs Akureyrar 19sjötíuogeitthvað.  Hún var haldin við Dalvík.  Liðlanga nóttina fyrir keppnina skökuðumst við með jarðvegsþjöppu yfir brautina og sprautuðum á brautina með þverhandarþykkum brunaslöngum sem tengdar voru við dælu sem slökkvilið Dalvíkur lánaði okkur. Við töldu okkur í góðum málum, en þetta strit gerði ekkert gagn: Keppnistækin spóluðu sig hvert af öðru niður á kvið í startinu.  Í þetta skiptið festist enginn í brautinni sem er auðvitað framför og ef helvítis klukkurnar hefðu virkað þá er ég ekki í vafa um að frændi minn (Stjáni Skjól) of fleiri af hans fína kaliberi hefðu fundið sér eitthvað til að kíta um fram ánæsta bolludag.

Æðrulaust starfsfólk keppninnar hafi þökk fyrir að nenna að standa í þessu.   Það gengur bara betur næst.
66 Charger, 451, .582" lift, 10" conv.  4.10:1. 1868 kg/4118 lbs.
60=1,994, 11,79@114 mph venjuleg Firestone radial dekk.
Íslandsmeistari MC 2007, 2008 og 2009.

Offline Valli Djöfull

  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 2.714
    • View Profile
Það var sandspyrna í dag.....
« Reply #1 on: October 15, 2006, 02:30:45 »




Vídjó af ræsinum að fá smá leðju yfir sig og Hafliða að missa bílinn smá útúr braut
Og þetta vídjó sýnir ástæðun á bakvið það að fólk átti að halda sig bakvið stikurnar :)  því allt getur jú gerst..  

En já.. ég er fullur, enda nýkominn af snillllllldar lokahófi! :D
Valbjörn Júlíus Þorláksson - GSM: 820-8488

Offline Dodge

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.204
    • View Profile
Það var sandspyrna í dag.....
« Reply #2 on: October 15, 2006, 04:43:31 »
að menn skulu láta svona við greyjið ræsinn,,, ég veit han elskulegur raggi bróðir vor hefur ekki verið svo illkvittinn, enda fer gírinn alltaf hjá honum áður en honum gefst færi á því :)
Besti tími í kvartmílu. 10,697  60ft. 1,543  hraði. 114,5mph
Besti tími í 1/8. 6,526  60ft. 1,865  hraði. 117,5
Besti tími í sandi 4,762

Kveðja, Stefán Steinþórsson
sími: 866-9282   e-mail: dodge@ba.is

Offline Valli Djöfull

  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 2.714
    • View Profile
Það var sandspyrna í dag.....
« Reply #3 on: October 15, 2006, 13:20:32 »
Quote from: "Dodge"
að menn skulu láta svona við greyjið ræsinn,,, ég veit han elskulegur raggi bróðir vor hefur ekki verið svo illkvittinn, enda fer gírinn alltaf hjá honum áður en honum gefst færi á því :)

Tjahh... hann notaði nú einhvern slatta af nítró til að moka yfir greyið  :lol:
Valbjörn Júlíus Þorláksson - GSM: 820-8488

Offline Addi

  • RÆSIR
  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 479
    • View Profile
Það var sandspyrna í dag.....
« Reply #4 on: October 15, 2006, 13:24:18 »
Nahh... hann drullaði aðallega yfir brautarstjórann
Old Chevy's never die they just go faster

'88 Volvo 240 GLT B230E(K-cam og stillanlegur tímagír)



Arnar B. Jónsson #790
"Ræsir" '06, '07, '08, '09 og '10

Offline Valli Djöfull

  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 2.714
    • View Profile
Það var sandspyrna í dag.....
« Reply #5 on: October 15, 2006, 13:25:30 »
Quote from: "Addi"
Nahh... hann drullaði aðallega yfir brautarstjórann


 :lol:
Valbjörn Júlíus Þorláksson - GSM: 820-8488

Offline Valli Djöfull

  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 2.714
    • View Profile
Það var sandspyrna í dag.....
« Reply #6 on: October 15, 2006, 13:26:19 »
á myndinni fyrir ofan sést bakið á honum.. en hann var samt svona hreinn að framan hehe
Valbjörn Júlíus Þorláksson - GSM: 820-8488

Offline Röggi

  • In the pit
  • **
  • Posts: 56
    • View Profile
    • http://www.cardomain.com/memberpage/427422
Það var sandspyrna í dag.....
« Reply #7 on: October 15, 2006, 15:20:30 »
Það líka þarf að fara að taka betur á þessu blessaða skítkasti sem starfsmenn þurfa að þola frá keppendum á sandspyrnu keppnum  :evil:

 :lol:  :lol:
Rögnvaldur Már Guðbjörnsson -
Brautarstjóri Sumarið 06,07 og smá 08

Saab R900 Turbo '96 - Project

Offline Addi

  • RÆSIR
  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 479
    • View Profile
Það var sandspyrna í dag.....
« Reply #8 on: October 15, 2006, 19:10:01 »
Quote from: "Röggi"
Það líka þarf að fara að taka betur á þessu blessaða skítkasti sem starfsmenn þurfa að þola frá keppendum á sandspyrnu keppnum  :evil:

 :lol:  :lol:


Nákvæmlega bara óþolandi þetta helvítis skítkast

 :lol:  :lol:
Old Chevy's never die they just go faster

'88 Volvo 240 GLT B230E(K-cam og stillanlegur tímagír)



Arnar B. Jónsson #790
"Ræsir" '06, '07, '08, '09 og '10

Offline Racer

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.464
    • View Profile
Það var sandspyrna í dag.....
« Reply #9 on: October 15, 2006, 21:11:45 »
hehe í gærkveldi hló ég að því að sem betur fer er maður ekki ræsirinn á sandspyrnu.

ekki hægt að ekki virða starfsmennina fyrir að nenna þessu og þola að vinna þessa vinnu.

svipað og fólk sem þrífur klósettinn eftir djammið.. maður vil ekki vera í þeirra störfum en einhver þarf að vinna við þetta fyrir okkur hin.
Davíð Stefánsson
KK Member 2015 #857

Offline Addi

  • RÆSIR
  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 479
    • View Profile
Það var sandspyrna í dag.....
« Reply #10 on: October 16, 2006, 03:35:05 »
Quote from: "Racer"
hehe í gærkveldi hló ég að því að sem betur fer er maður ekki ræsirinn á sandspyrnu.

ekki hægt að ekki virða starfsmennina fyrir að nenna þessu og þola að vinna þessa vinnu.

svipað og fólk sem þrífur klósettinn eftir djammið.. maður vil ekki vera í þeirra störfum en einhver þarf að vinna við þetta fyrir okkur hin.


Betur fer...veistu hvað þetta var gaman...þetta var bara snilld... :lol:
Old Chevy's never die they just go faster

'88 Volvo 240 GLT B230E(K-cam og stillanlegur tímagír)



Arnar B. Jónsson #790
"Ræsir" '06, '07, '08, '09 og '10

Offline Racer

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.464
    • View Profile
Það var sandspyrna í dag.....
« Reply #11 on: October 16, 2006, 11:48:55 »
hehe ég hef nú fengið þann heiður að standa á milli alls konars bíla.. sem betur fer fékk maður aðeins hávaða og hita á köldum kvöldum.

beið alltaf eftir að einhver ákvað að "miða" á mig uppá braut.

maður prófar þetta kannski á sandspyrnu að fá væna sandgusu á sig einhvern daginn
Davíð Stefánsson
KK Member 2015 #857