Author Topic: Á laugardaginn - 7.okt - verður haldin sparaksturskeppni  (Read 3762 times)

Offline Grumman

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 4
    • View Profile
Á laugardaginn - 7.okt - verður haldin sparaksturskeppni
« on: October 03, 2006, 16:47:18 »
Keppnisbílum verður raðað í flokka eftir vélarstærð. Ökumaður þess bíls sem minnst eldsneyti notar í hverjum flokki um sig hlýtur verðlaun(bensín og bikar) en aðalverðlaunin verða veitt þeim ökumanni sem minnstu eldsneyti eyðir í keppninni(bikar og 25.000 króna áfylling).

Nánar á www.atlantsolia.is

Með kveðju,
Hugi H. Atlantsolía

Offline Preza túrbó

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 275
    • View Profile
Á laugardaginn - 7.okt - verður haldin sparaksturskeppni
« Reply #1 on: October 03, 2006, 17:41:27 »
Hvað er það sem á að gera í þessari keppni, fyrir utan að spara  :D

Kveðja:
Halldór G. :twisted:  :twisted:
my racing team has a drinking problem :-(

Offline Kristján Skjóldal

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 4.781
  • ef stórt er gott þá er stærra betra
    • View Profile
Á laugardaginn - 7.okt - verður haldin sparaksturskeppni
« Reply #2 on: October 03, 2006, 18:49:38 »
Keirra :idea:
best á Camaro 1972 1,49 60 f 6,49 1/8  10,19 1/4 @ 131.96.  best á  Blower Camaro 1967 1,16 60 F 5,12 1/8 og 8,16 1/4 @169. best á Dragga 8,26 @ 170,97 en þá voru ekki komnir 60 f timar. sandur 3,34 draggi og á hjóli 4,56 kveðja Kristján Skjóldal

Offline Preza túrbó

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 275
    • View Profile
Á laugardaginn - 7.okt - verður haldin sparaksturskeppni
« Reply #3 on: October 03, 2006, 19:04:39 »
Hehehe, meinaru það  :lol:  En ég meina, það hlítur að vera eitthvað sem þú þarft að gera, keyra eitthvað ákveðið or somthing  :D
my racing team has a drinking problem :-(

Offline Racer

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.464
    • View Profile
Á laugardaginn - 7.okt - verður haldin sparaksturskeppni
« Reply #4 on: October 03, 2006, 19:56:43 »
fá sér bara svona nokkra hrausta menn til að ýta :lol:

Quote

28/09/2006
Sparaksturskeppni skráning

Sparaksturskeppni FÍB og Atlantsolíu er bæði ætluð fyrir almenning og bifreiðaumboð og fer fram laugardaginn 7. október næstkomandi á sjálfsafgreiðslustöð Atlantsolíu við Bíldshöfða 20  (á planinu framan við Húsgagnahöllina).

 
Keppendur þurfa að mæta með bifreiðar sínar með fullan eldsneytistank. Áður en bílarnir verða ræstir af stað til keppni verður sérhver bíll fylltur enn frekar og eldsneytislok innsiglað(sú áfylling er innifalin í þátttökugjaldinu sem greitt er við skráningu). Þessi aukaáfylling verður gerð á öllum keppnisbílunum við sömu aðstæður og á sama hátt. Að svo búnu fá keppendur afhent rásnúmer sem þeir festa á bíla sína, kort af ökuleiðinni og leiðarlýsingu.
Keppnisbílar bifreiðaumboða vera ræstir klukkan 11.00 og keppnisbílar almennings kl. 12.00. Miðað er við að mæta um klukkustund fyrir ræsingu.
 
Þegar bílarnir koma til baka að nýju verður aftur fyllt á eldsneytisgeyma á sama hátt og við upphaf keppni. Þetta er gert til að tryggja  sem best og nákvæmast samræmda mælingu á eldsneytiseyðslunni í keppninni. Sú áfylling er innifalin í þátttökugjaldi.


25.000 króna verðlaun
Fyrir þann ökumann sem fer keppnishringinn á sem fæstum lítrum eldsneytis(hvort sem er dísel eða bensín) verður veitt 25.000 króna eldsneytisúttekt ásamt bikar.  Fyrir 1. sæti í hverjum flokki eru veittur bikar ásamt 50 lítra eldsneytisúttekt. Fulltrúar bifreiðaumboða keppa jafnhliða almenningi.

Skráning
Væntanlegir keppendur skulu skrá sig til keppninnar hér á heimasíðunni http://www.atlantsolia.is/sparakstur.aspx  eða hjá FÍB Borgartúni 33. Þátttökugjald er kr. 900 fyrir félagsmenn í FÍB og/eða handhafa dælulykils Atlantsolíu. Þáttökugjald fyrir aðra er kr.1.800.  Þátttökugjaldið verður innheimt á staðnum. Ökumenn eru heimilt er að hafa fleiri en einn farþega með í bifreiðinni.
 
Akstursleið
Ekið verður sem leið liggur frá Bíldshöfða í gegnum Mosfellsbæ, upp Mosfellsdal, til hægri um Grafning(framhjá Nesjavallavirkjun)yfir Ljósafossvirkjun, til Selfoss(þar sem verður millitímataka), þaðan að Eyrarbakka, yfir Óseyrarbrú, um Þrengslin til Reykjavíkur. Alls 143,28 kílómetrar.  
Almennt um sjálfan aksturinn
Keppnin er sparaksturskeppni þannig að markmiðið er að komast  keppnishringinn á sem minnstu magni eldsneytis. Keppnin fer fram í almennri umferð og af þeim sökum skiptir nokkru að keppnisbílar séu ekki til trafala annarri umferð. Því er mikilvægt að keppendur fylgist með og taki tillit til umferðar og reyni eftir megni að liðka til fyrir framúrakstri. Keppnishringurinn verður ekinn innan hámarkstímamarka. Það þýðir að ef bíll fer hægar en tímamörk segja til um eru gefin refsistig.

Keppnisflokkar
Keppnisbílum verður raðað í flokka eftir vélarstærð. Ökumaður þess bíls sem minnst eldsneyti notar í hverjum flokki um sig hlýtur verðlaun en aðalverðlaunin verða veitt þeim ökumanni sem minnstu eldsneyti eyðir í keppninni.

Bensínbílar                                  1. flokkur Vélarstærð 0-1000 rúmsm.
                                                2. flokkur. Vélarstærð 1001-1600 rúmsm.
                                                3. flokkur. Vélarstærð 1601-2000 rúmsm.
                                                4. flokkur. Vélarstærð 2001 -2500 rúmsm.
                                                5. flokkur, Vélarstærð 2501-4000 rúmsm.
                                                6. flokkur, Vélarstærð 4001 rúmsm og stærri.

 

Díselbílar                                 Sama flokkaskipting og í bensínbílum.
Tvinnbílar                               Sama flokkaskipting og í bensínbílum.
 
 
Davíð Stefánsson
KK Member 2015 #857

Offline Preza túrbó

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 275
    • View Profile
Á laugardaginn - 7.okt - verður haldin sparaksturskeppni
« Reply #5 on: October 03, 2006, 19:58:56 »
Hehehe, lang ódýrast, en vont fyrir fæturna á lengri tíma litið :(
my racing team has a drinking problem :-(

Offline Kiddicamaro

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 500
    • View Profile
Á laugardaginn - 7.okt - verður haldin sparaksturskeppni
« Reply #6 on: October 03, 2006, 22:05:27 »
það væri nú húmor ef einhver mætti á vanstilltum ecoline á 46 tommunni með 460 og 300 lítra tank. keyra eins og api í fjórhjóladrifinnu .borga skitinn 1800 kall og láta fylla á hann við komunna í bæinn
Kristinn Jónsson
Pontiac Firebird 1967