Vissulega væri gaman að geta boðið upp á braut sem getur tekið við öllu því sem keppendur gætu hugsanlega mætt með,
en staðreyndin er nú sú að við erum að gera þetta á takmörkuðu fjármagni og enn takmarkaðri fjölda hausa.
Stækkun brautarinnar er í vinnslu, rétt eins og ýmis önnur mál sem öll hafa sinn farveg og við verðum bara að sníða okkar stakk eftir vesti á meðan þetta er eins og það er.
Fjöldi starfsfólks og færni þeirra sem koma að keppnishaldinu næsta sumar er einhvað sem við ætlum að leggja mikla vinnu í að bæta.
Klúbburinn er að vaxa og dafna þó að það sjái það kannski ekki allir akkurat núna, en vinnan sem er verið að vinna núna mun sýna sig einn daginn og þá verða eflaust margir hissa á því hve rosalega mikið hafi allt í einu gerst
Verið duglegir í skúrnum í vetur vegna þess að samkeppnin verður harðari næsta sumar og eins gott að taka á honum stóra sínum
Agnar Áskelsson