Kvartmílan > Muscle Car deildin og rúnturinn.
ÞÖKKUM ÖLLUM SEM TÓKU ÞÁTT.......................
429Cobra:
Muscle Car deild Kvartmíluklúbbsins vill þakka öllum þeim klúbbfélögum sem tóku þátt í þessum loka rúnti okkar á tímabilinu.
Viljum sérstaklega þakka félögum í:
FORNBÍLAKLÚBBNUM
LIVE2CRUIZE
KRÚSERS
Og öllum þeim sem mættu á rúntinn til að sýna að bílasportið er komið til að vera í öllum sínum myndum.
Þarna voru örugglega um eða yfir 200 bílar og mér var sagt að röðin hefði verið óslitin milli Reykjavíkur og Hafnarfjarðar þegar farið var úr Laugardalnum.
Ég er örugglega að gleyma einhverjum klúbbum og ég bið þá velvirðingar á því.
En síðan megum við ekki gleyma öllum hinum sem eru ekki í neinum klúbbum og hafa bara gaman af þessu eins og við hin
Sem sagt TAKK FYRIR OKKUR.
Fyrir hönd MUSCLE CAR DEILDAR KVARTMÍLUKLÚBBSINS,
og okkar Sigurjóns Andersen.
Hálfdán Sigurjónsson.
Við endurtökum þetta örugglega, þetta var bara æfing fyrir það stóra!
Dohc:
Fólk virtist vera nokkuð rólegt á bensíngjöfinni frá laugardal og inní hafnarfjörð...allavega þar sem ég var :D
þetta var virkilega gaman og gaman að sjá alla þessu flottu bíla 8)
Páll Sigurjónsson:
Hi
Þetta var ótrúlegt ,maður hefur bara séð svona í útlöndum . Mörg hundruð bílar af öllum gerðum sem er bara gaman að allir geti hist og spjallað . Þetta er hægt svo endilega að gera svona aftur þetta er bara gamann
Palli
Just crusin
Jón Þór Bjarnason:
Þetta var bara geðveikt og gaman að sjá að flest allir keyrðu eins og menn.
ljotikall:
myndir???
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
Go to full version