Author Topic: '82 Silverado  (Read 2247 times)

Offline Addi

  • RÆSIR
  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 479
    • View Profile
'82 Silverado
« on: September 26, 2006, 15:54:59 »
Til sölu 1982 Chevrolet Silverado K20, með yfirbyggðum palli, stálhús og opið á milli. Í bílnum er nýleg nýlega upptekin 6.5 lítra V8 díselvél sem hóf líf sitt í Hummer, lítillega boruð og aðeins búið að plana. Aftan á hana kemur síðan Thm-400 sjálfskipting sem er BILUÐ, og millikassinn er frá New Process og heitir NP-207(minnir mig, allavegana álhús). Að framan er 10 bolta Gm hásing en að aftan er 14 bolta GM með fljótandi öxlum, með drifhlutfallið 1:3,73(minnir mig, tróð þeim ekki í sjálfur). Fjaðrabúnaðurinn er af þróuðustu gerð s.s. fjaðrir að framan og aftan. Bíllinn er á "38 dekkjum en lítið mál er að breyta honum fyrir "44 dekk. Bíllinn er allur í ágætasta standi fyrir utan það að skiptingin er að öllum líkindum ónýt, og svo bremsar hann ójafnt að framan. Vantar að losna við hann þar sem ég hef ekki aðstöðu né tíma til að laga hann. Slatti af varahlutum og gramsi fylgir með.

Óska eftir tilboði í vagninn, skoða öll skipti,
svara spurningum í einkapósti eða í síma 6947067

Arnar.
Old Chevy's never die they just go faster

'88 Volvo 240 GLT B230E(K-cam og stillanlegur tímagír)



Arnar B. Jónsson #790
"Ræsir" '06, '07, '08, '09 og '10