Author Topic: SÍÐASTI RÚNTUR SUMARSINS !!!  (Read 3201 times)

Offline 429Cobra

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.440
    • View Profile
SÍÐASTI RÚNTUR SUMARSINS !!!
« on: September 27, 2006, 00:16:35 »
Muscle Car Deild Kvartmíluklúbbsins ætlar að halda hefðina í heiðri og bjóða öllum sem vilja keyra með okkur, í síðasta rúntinn okkar í sumar.

Þetta verður ekki þessi hefðbundni "halarófu" rúntur, heldur ætlum við að hittast á bílastæðinu við Laugardalsvöllinn Aðalleikvang kl 20 á Sunnudaginn.
Þaðan verður síðan keyrt eins og hverjum og einum hentar, samt ekki of hratt :?  til Hafnarfjarðar og að planinu hjá verslunarmiðstöðinni Firði.

Hugmyndin er að fylla miðbæ Hafnarfjarðar af flottum bílum af öllum tegundum, gerðum og árgerðum þetta kvöld, og mynda þannig pottþétta bíla-stemningu.
Hver og einn rúntar eins mikið og hann vill og getur síðan komið við á planinu hjá Firði og tekið sér pásu áður en hann rúntar meira.
Þetta er spurning um að sýna sig og sjá aðra þetta kvöld, og sýna fólki flotta bíla á rúntinum.
Og hver veit nema að þetta endi í einni allsherjar bílasýningu. :shock:

Veðurspáin fyrir sunnudagskvöldið 1. Október er mjög góð, frekar kallt en logn og gott veður.

Við vonum að það verði það margir að við getum fyllt bæði planið hjá firði og líka planið hjá Íþróttamiðstöðinni/Fjörukránni, og taki góða skapið með. 8)

ALLIR AÐ MÆTA!!!!!!!!!!!!!!!!!! 8)  :!:  8)  

Fyrir hönd "Musclecar Deildar" Kvartmíluklúbbsins.

Sigurjóns Andersen.
Hálfdán Sigurjónsson.
Kveðja.<br />Hálfdán Sigurjónsson.   :roll:<br /><br />Losing Is Natures Way Of Saying YOU SUCK.<br /><br />Öll endurbirting á skrifum mínum á þennan vef eða annars staðar er bönnuð nema að fengnu skriflegu samþykki höfundar.