Kvartmílan > Leit að bílum og eigendum þeirra.
Chevrolet nova '72
Jakob Jónh:
Sælir félagar :-)
Mig langar að ath hvort einnhver af ykkur veit hvað varð um Novuna sem bróðir minn átti í denn?hvort hún sé enn til eða hvort það sé búið að henda henni? þetta var er árgerð 1972 nova dökkblá sannseruð á litinn(var gulur áður) með 307 vél 3 gíra beinaður en bróðir minn setti síðar í hana sjálfskiftingu hann var með vindskeið úr járni að aftan (spoiler) og ég man að hann verslaði þennan bíl frá þórshöfn og var hann þá með Þ-númeri,en fékk númerið ö-3020 (fastanúmerið bv-990)þegar hann var kominn til sandgerðis og síðan keflavík,þetta var í kringum '84-´87 sem hann átti hana og hann seldi bílinn aftur til þórshafnar man ég,endilega kommentið á þetta ef þið vitið um afdrif þessa bíls og ef einnhver lumar kannski á myndum þá væru þær vel þegnar :-) takk takk..:-)
kveðja Jakob..
ps hann á einnhverstaðar myndir,er að leita vonandi finnast þær?
Moli:
sæll, ég fletti í gegn um þær myndir sem ég á en fann ekki myndir af bílnum! Síðasti skráði eigandi af bílnum er Úlfar Eysteinsson matreiðslumaður á Þrem Frökkum. Hann kaupir hann af bróðir þínum. Bíllinn er afskráður 19.02.1992
Jakob Jónh:
Sæll moli,og takk fyrir þessar upplýsingar..:-) endilega ef einnhverjir vita eitthvað meira um afdrif hans þá látið vita..
kveðja jakob..
Ásmundur S.:
Bróðir þinn hefur selt Sveinni Gunnsteinssyni hann. Bílnum var stolið af bílasölu í reykjavík þegar Sveinn átti hann. Bílinn fannst svo nokkrum mánuðum seinna og Úlfar keypti hann á uppboði í Vöku.
Moli:
Það hefur enginn Sveinn Gunnsteinsson verið skráður fyrir honum, og ekki Vaka ehf. Níels Valur Jónharðsson er skráður eigandi á undan Úlfari.
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
Go to full version