Það lýtur kannski út fyrir að ég sé súr þegar þið lesið þetta en svo er alls ekki, flott hjá Ragga og komin tími á þetta hjá honum, EN hann sló ekki met nema kannski sitt eigið frá fyrri sandinum í haust, vegna þess að reglum um dekkjastærð var breytt í vetur sem leið, úr 29" í 33" þannig að nýar reglur=ný met.
grumpy old men talking............
Sæll "gamli", þarf nokkur að vera bitur?
Ég var einmitt að reyna opna þessa umræðu fyrir keppnirnar, en það virtist enginn vilja taka þátt í þeim. Bæði með fólksbílaflokkinn, þar sem dekkjastærð var breytt og svo líka mótorhjól þar sem flokkum var skeytt saman.
Þetta er eitthvað sem þarf að komast á hreint, svo er líka voða leiðinlegt að enginn vilji kannast við hvað raunverulegt með í opna flokknum sé?!!
Það þarf að taka á því!
kv
Björgvin
ps. var þetta 29" skorinn eða óskorinn