Author Topic: Chevrolet Camaro 1970  (Read 3261 times)

Offline 429Cobra

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.440
    • View Profile
Chevrolet Camaro 1970
« on: September 06, 2006, 19:29:52 »
Sælir félagar. :)

Ég var beðinn um að selja þetta tæki, sem er:

1970 Chevrolet Camaro.

Svört innrétting, svartur með svartann víniltopp.
Bíllinn er með 1970 ½  stutta spoilerinn, og 1970 ½  lágu höfuðpúðana.
Innréttingin er mjög góð og bíllin  er með upprunalega langa stokkinn.
Mótorinn er 350cid (5,7L) og skiptingin er THM 350.
Bíllinn er með vökvastýri og power bremsum með diskum að framan.
Húddið er L88 með málaðri rauðri “Motion” rönd.
Mjög góður bíll.
Bíllinn er staðsettur í Orlando Florida USA.

Smá viðbót.

Vélin og bíllinn voru gerð upp fyrir 10árum síðan og hafa verið keyrð um 2500 mílur síðan þá.
Vélin var tekin upp frá A-Ö settur í hana mildur ás, álmillihedd, Edelbrock blöndungur og húðaðar flækjur.
Boddýið var allt tekið í gegn og meðal annars skipt um bæði afturbrettin.
Bíllinn var síðan almálaður.
Hásingin er 10 bolta.

Þeir sem hafa áhuga vinsamlegast sendið mér E-mail eða PM.
Kveðja.<br />Hálfdán Sigurjónsson.   :roll:<br /><br />Losing Is Natures Way Of Saying YOU SUCK.<br /><br />Öll endurbirting á skrifum mínum á þennan vef eða annars staðar er bönnuð nema að fengnu skriflegu samþykki höfundar.