Kvartmílan > Keppnishald / Úrslit og Reglur

Dekkjareglur í MC/flokki, fá umræðu!

<< < (2/11) > >>

Harry þór:
Sæll Hálfdán. Með góðum vilja er hægt að sveigja og skáskjótast kringum allar reglur. Við munum nú eftir Ómari þegar hann sveigði sinn Camaro inn í MC.

Þetta er einfal , það vita það allir sem vita vilja hvernig dekk má nota í MC.

kv Harry þór

429Cobra:
Sælir Félagar. :)

Sæll Harry.

Já þessi gráu svæði eru mörg og með breytingu á þessari reglu var verið að búa til eitt í viðbót, þó að það hafi örugglega ekki verið með vilja gert.

Með það hvaða dekk má nota í MC, já þá veit ég að það eru:

Dekk sem eru að 28" á hæð, með öllum áletrunum frá framleiðanda og það má ekki standa á þeim "Soft Compound".

Þetta stendur svar á hvítu í reglunum :!:

Það er hinns vegar annað mál hvort að þeir sem sömdu þessa reglu, eða eigum við að segja "gerðu hana svona úr garði" hafi áttað sig á hvað þeir voru að gera. :!:
Þó að þeir hafi eflaust meint vel.

Við verðum að athuga að það er ekki hægt að dæma eitthvað eða einhvern út á því sem EKKI stendur í reglum. :idea:

Harry þór:
Sæll aftur og ný búinn Hálfdán.

Það hafa allir vitað það í sumar hvernig dekk má nota. Svo kemur einn sem fékk dekk á góðu verði vegna þess að seljandinn mátti ekki nota þau í MC um árið.Þá á að fara í einhvern orðaleik eða eitthvað annað. Klárum bara sumarið með sömu dekkjum og hafa verið og breytum reglum fyrir næsta sumar.
Ég studdi þessa breytingu síðasta vetur og reyndar allar hinar breytingarnar síðustu ár til að fá  rúntarana til að mæta.Það var sagt að þeir sem eyða öllu í bón kæmi ekki að keppa ef þeir yrðu að kaupa spes dekk.Þeir koma bara ekki uppá braut,það er malarvegur á leiðinni!

Ég sakna þess að Aggi hafi ekki blandað sér í þessa umræðu,hann hefur alltaf haft skoðun á MC dekkjareglum.

Það væri gaman vita á hvernig dekkjum Smári ætlar að vera?Frétti að hann ætli að keppa næst.

kv Harry

429Cobra:
Sælir félagar. :)

Já sæll Harry aftur.

Ég verð nú að segja að við verðum að viðurkenna á okkur þau mistök að hafa ekki lesið á milli línanna hvað þessar dekkjareglur varðar.
Ég varð sjálfur mjög hissa á því hversu þetta var opið þegar ég fór að lesa regluna.
Já Agnar Arnarson hefur mikið talað um dekkjareglur í MC, enda mikill keppnis maður þar í flokki (eins og ég hef sagt við hann).
Það hafa sennilega heyrst fleiri raddir frá keppendum í öðrum flokkum um að það ætti að SKYLDA alla til að vera á mjúkum dekkjum og helst slikkum, til að bæta gripið í brautinni þar sem að hörð radial dekk rífa upp gúmmí í startinu.

En er það ekki annars meiri orðaleikur að segja að það megi BARA nota radial dekk, þar sem það stendur hvergi. :!:

Og svo kemur þessi klassíka spurning, hvernig dekkjum hann Smári vinur minn ætli að vera á í næstu keppni, sem hann ætlar að keppa í.
Ég get frætt þig á því að hann Smári er eins og fleiri og á fleiri en eina tegund dekkja.
Ég var að koma frá honum þar sem ég var að mynda dekkin sem hann á, og bíllinn er á BfGoodrich T/A venjulegum götudekkjum, og hann er með Mickey Thompson Indy Profile SS á felgum.
Mér skyldist á honum að það væru dekkin sem að hann ætlar að keppa á.

Við skulum samt ekki gleyma því að hann á best 12,74 á venjulegum radial dekkjum. :idea:

Jæja nóg í bili. ég ætla að fara að minnka myndirnar svo að ég geti sýnt þær upplýsingar sem eru á:
Mickey Thompson Indy Profile SS, American Racer Dirt og Mickey Thompson ET Street.

Ég held að sennilega yrði skársta lendingin Sænska leiðin, þar sem einfaldlega eru þau dekk sem eru bönnuð (tegundir/gerðir) skráð í reglurnar. :idea:
Engin grá svæði í svoleiðis ekki satt :!:

Dr.aggi:
Passenger Performance


All of our DOT racing tires are for racing purposes only. The DOT standards require a certain amount of strength for deflection, bead unseating, and endurance


NOTE: American Racer Tires are specifically designed and compounded for racing only. They are illegal for street or highway use

http://www.americanraceronline.com/racing-tires/passenger.html




Late Model Dirt Track Racing Tires

NOTE: American Racer Tires are specifically designed and compounded for racing only. They are illegal for street or highway use.
http://www.americanraceronline.com/Dirt-track/dirt-late-model.html

Hobby Stock Racing Tires
NOTE: American Racer Tires are specifically designed and compounded for racing only. They are illegal for street or highway use.
http://www.americanraceronline.com/Dirt-track/hobbystock.html


Kv.
Aggi

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

[*] Previous page

Go to full version