Kvartmílan > Keppnishald / Úrslit og Reglur

Dekkjareglur í MC/flokki, fá umræðu!

<< < (10/11) > >>

1966 Charger:
Enginn veit af hverju þeir koma ekki í MC en þó mundi ég ekki vilja brigsla þeim um að þora ekki.  Við höfum ekki einu sinni hugmynd um hvort núverandi dekkjareglur skipta þar máli.  Málið er þetta:  Eins og staðan er núna ætti það að vera höfuðmarmið KK að fjölga keppendum í öllum flokkum.  Varðandi MC þá væri skynsamlegast að spyrja núverandi keppendur og þá sem hafa áhuga á að prófa flokkinn hvaða leið þeir vilja fara. Þá á ég ekki við að gerð sé nafnlaus skoðanakönnun hér á vefnum sem allir geta svarað, heldur að sest sé að líklegum keppendum og þeir spurðir spjörunum úr þar til sést í strigalögin á þeim.
Það er ekki mikið mál að útbúa slíka skoðanakönnun sem tæki 2-3 mínútur að svara.  Svo þarf að fara með hana á staði þar sem tryllitækjaeigendur safnast saman á (kvartmílukeppnir, krúserkvöld).  Niðurstöðurnar má svo leggja fyrir aðalfund sem hefur auðvitað endanlegt ákvörðunarvald.
Semsagt; það skiptir mestu máli hvað er líklegast til að fjölga keppendum í MC, en ekki hvað amatörreiserum eins og mér eða alvörureiserum eins og..... finnst um annara manna dekk.

Raggi

1965 Chevy II:
Það var haldinn svona fundur í gamla félagsheimilinu,ekki vantaði mætinguna þar og áhugann svo kom sumarið og ekkert gerðist.

Ég held að ástæðurnar séu þessar í þessari röð:

1.Malarvegurinn er óþverri.

(fáránlegt að eini malarvegurinn á klakanum skuli liggja að kvartmílubrautinni)

2.Vesen með tryggingarviðauka og forbílatryggingu.

Ég lenti sjálfur í því hjá TM það virðist ekki vera sama hver er eða við hvern er talað,sumir fá ekki viðauka á forbílatryggingu aðrir ekkert mál,sumir fá viðauka fyrir heilt ár aðrir eingöngu fyrir 2 daga í senn,enn aðrir þurfa svo að borga fyrir herlegheitin.

ÞAÐ HLÝTUR AÐ VERA HÆGT FYRIR KK AÐ KOMA ÞVÍ Í KRING AÐ ALLIR SEM KEPPA Á VEGUM KK Á BRAUTINNI FÁI SJÁLKRAFA ÞENNANN VIÐAUKA ÞAR SEM KLÚBBURINN STENDUR NÚ FYRIR HRAÐAKSTRI AF GÖTUM BORGARINNAR OG TM OFL ÆTTU AÐ SJÁ AÐ SÉR MEÐ ÞETTA.
ÞAÐ VEIT ÞAÐ HVER HEILVITA MAÐUR AÐ ÞAÐ ER MIKLU MEIRI HÆTTA Á SLYSI Á GÖTUM BORGARINNAR Í VENJULEGUM AKSTRI HELDUR EN UPPÁ BRAUT Í KEPPNI.HELVÍTIS VIÐAUKINN ÆTTI AÐ VERA FYRIR GÖTUAKSTUR.

3.Ég á hvort eð er ekki séns á að vinna
Segja það fáir en hugsa það margir.

Dekkin eru aukaatriði.

Harry þór:
Sæll Hálfdán. Þetta er ekkert mál ,við lærum bara af þessu. Það tók við ný stjórn í vetur og margir nýjir menn komu inn og þetta var kanski gert í fljótræði að skrifa þessa breytingu svona. Allir sem keppt hafa í MC í sumar virðast hafa skilið það á þann hátt að einungis mætti nota radíal.

Hálfdán afhverju sérð þú ekki um að hafa þessar reglur og allt sem þær snerta á þinni könnu? Það þarf að vera maður sem sér um að uppfæra reglur og breyta orðalagi í takt við breytingar.
 
Allir að mæta í síðustu keppni ársins, sumir á radíal
aðrir á slikkum eða soft slicks,bara vera í réttum flokk.

kv Harry

429Cobra:
Sælir félagar. :)

Sæll Harry.

Auðvitað er um vankunnáttu þarna að ræða í breytingu á þessari reglu, en það er alveg eðlilegt þegar nýtt fólk kemur inn.
Á sínum tíma þá fékk ég til að mynda þær upplýsingar að Mickey Thompson Indy Profile SS dekkin væri 6 strigalög, sem síðan reyndist rangt.
En ég sá svo seinna að þetta var kannski eitthvað sem gæti gengið.
Og ég vona að allir muni að þessi klausa var samþykkt á reglufundi.
En við skulum líka muna það að vegna þess að ekki var hægt að ná lendingu í reglumálum MC, þá voru hinir svokölluðu "sekúndu flokkar" settir upp.

Margir segjast ekki nenna að lesa reglur af því að þær eru svo mikil lesning.
En málið er að það verður að vera svona mikil lesning til að fyrirbyggja einmitt svona lagað eins og við erum að sjá í þessu í dag.

Hvað varðar sjálfan mig þá tók ég mér frí þetta ár að minnsta kosti, en þó ekki meira en það að við Sigurjón Andersen vorum fengnir til að endurvekja "Muscle Car Deildina" sem hugmyndin er að gera í vetur.
Ég er búinn að bjóða mína aðstoð oftar en einu sinni við reglur, regluskrif og öryggismál.
En hef litlar undirtektir fengið.
Þannig að mér finnst bara best að þeir sem þarna ráða fá að læra af sýnum mistökum, ég veit að ég gerði það. :!:

En málið í dag í MC flokki er það að öll DOT dekk virðast vera leyfileg í flokknum, ef hæðarmörkum er fylgt.

Við getum síðan litið á síðuna hérna hjá okkur og séð til dæmis að ef menn fara inn á reglur á forsíðunni þá hafa þær ekki verið uppfærðar í nokkur ár, og í raun eru þær þá hinar opinberu reglur sem fara á eftir.
Svo er líka spurning um lögmæti breytinga á reglum í MC sem EKKI voru gerðar á aðalfundi. :!:  :?:

Kristján F:
Sæll Hálfdán í þessari hártogun þinni á orðalagi um dekkjareglu get ég ekki verið sammála vegna þess að það er alveg eins hægt að túlka þetta á tvo vegu í hina áttina, í reglunni stendur að dekk sem eru merkt sérstaklega soft compound eru bönnuð svo kemur hitt að inn í sviga kemu götuslikkar og þeir eru bannaðir. Ég á sjálfur nýtt par af mickey thompson et street radial  sem  eru hvergi merkt sem soft compound utan á en þau eru seld sem drag radial dekk og eru soft compound r2 samkvæmt upplýsingum frá framleiðanda. Og eru þar af leiðandi ekki löglegir í MC. Það er náttúrulega þannig að það er ekkert sem bannar skoðunarmönnum klúbbsins að fara inn á heimasíður dekkjaframleiðanda og kynna sér þeirra framleiðslu.Ábending þín um að reglur þurfi að vera skýrar er góð og þörf ábending. Við vitum það vel sem að í þessu stöndum að reglurnar eru ekki nógu góðar margt er gamaldags og eins er ósamræmi víða í því hvað er leyft og hvað er bannað.En í sumar eru það radial dekk sem gilda í MC.
Kv Stjáni

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

[*] Previous page

Go to full version