Kvartmílan > Keppnishald / Úrslit og Reglur
Dekkjareglur í MC/flokki, fá umræðu!
429Cobra:
Sælir félagar. :)
Sæll Harry.
Þú hittir naglann á höfuðið þarna :!:
Það hefur enginn lesið reglurnar nógu vel til að skilja þær :!:
Ég spyr bara alla, hvar stendur það í eftirfarandi klausu að það megi BARA nota radial dekk :?:
Tilvitnun:
"Dekk:
Allir hjólbarðar verða að vera "DOT" merktir. Hámarks hæð hjólbarða má ekki vera meiri en 28". Öll dekk þar sem merkingar framleiðanda hafa verið fjarlægðar bönnuð. Slikkar bannaðir. Öll dekk sem merkt eru "Soft Compund" (götuslikkar) hvort sem það eru Radial eða Diagonal bönnuð. Ofangreint gildir líka um framdekk."
Tilvitnun líkur.
Harry þór:
Hæ Hálfdán. Við vitum það alveg að allir sem vilja geta farið í kringum allar reglur eða teigt allt út og suður. Það vita allir að það var talað um radíal og ekkert annað í MC í sumar.
Ef menn ætla að mæta á Micky Thompson Indy profile SS þá geta menn alveg mætt á American racing frá Benna og þá fer að styttast í Micky Thompson ET street - þess vegna var sagt í vetur bara radíal og ekkert smá letur - ekkert R 2 eða SC eða TRC eða HTR eða veit ekki hvað.
Þess vegna fyrir þá sem ekki eru ánægðir með radíal farið bara í SE og notið slikkana sem þið eigið.
Ég ætla að mæta í SE að ári.
Kveðja Harry
429Cobra:
Sælir félagar. :)
Sæll Harry.
Það er eitt sem er sagt og annað það sem er skrifað. :!:
Ég veit alveg hvað var talað um í vetur með MC og radíal dekk.
En því miður var það aldrei sett sinn í reglurnar. :!:
Það geta allir bent á að þetta eða hitt hafi verið sagt eða talað um á einhverjum tíma punkti.
En það breytir ekki þeirri staðreynd að hvað sem talað var um var aldrei samþykkt, sett niður á blað og gefið út opinberlega.
Það þurfa ALLIR að fylgja sömu reglum :!: og þess vegna eru samþykktar reglur settar niður á blað og gefnar út opinberlega. :!:
Ef það hefur einhvern veginn misfarist, þá verður að bæta úr því samkvæmt viðkomandi lögum hjá viðkomandi félagi.
Hjá KK er það aðeins aðalfundur félagsins sem getur breytt reglum.
Bíðum aðeins. :o
Var þessari grein í reglum um MC flokk breytt á aðalfundi. :?:
Ef svo er ekki er breytingin þá lögleg :?:
Og stöndum við þá ekki uppi með gömlu regluna þar sem diagonal dekk verða að vera minnst 6 strigalaga. :shock: :!:
Stjórnin er jú líka bundin af lögum félagsins ekki satt. :!: :idea: :!:
1965 Chevy II:
Dart 68:
TILVITNUN:::::::::
Að öllu framansögðu má ljóst vera að ég er ekki hrifinn af götuslikkum í MC en ég lýsi líka yfir verulegum vonbrigðum mínum að ENGINN eigandi þeirra fjölmörgu tryllitækja sem flutt hafa verið inn s.l. ár skuli hafa mætt í MC. Ætli nýjasti innflutti bíllinn sem keppt hefur nýlega þar sé ekki Camaro Harrys? Stjórnarmaður í KK hefur sagt mér að þar á bæ hafi menn reynt talsvert að fá menn til að mæta en árangurslaust. Ég veit ekki ástæðuna en held því þó fram að hún komi dekkjamálum ekkert við.
Ragnar
_________________
Just passin´...........................gas
:::::::::::::::::::LÍKUR
Er það ekki bara málið að þeir "þora" ekki. Það er fátt jafn neyðarlegt og að mæta á nýja (samt gamla) innflutta bílnum sínum og tapa svo :wink:
Bara mínar vangaveltur :roll:
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
[*] Previous page
Go to full version