Kvartmílan > Keppnishald / Úrslit og Reglur

Dekkjareglur í MC/flokki, fá umræðu!

<< < (7/11) > >>

Ingó:
Kiddi  skrifaði.


Ps. komin tími til að menn horfi aðeins framá við og taki sig saman í andlitinu.

Þessir framleiðendur eru t.d. með radial götuslikka... Dekk sem hafa komið fram á markaðinn síðastliðin 3-5 ár
Goodyear, M/T, M&H, Hoosier, Nitto, Toyo, Yokohama, Bfgoodrich og öruglega fleiri...

PS PS... Það er fullt fullt af bílum sem keyra á radial götuslikkum á götunni í dag!!! Svo ef þeir mæta í MC flokk, þá verða þeir að leita af gömlum Maxima 60 dekkjum, 14" felgum og teningum í spegilinn :roll:[/quote]


Vel mælt Kiddi. Það virðis erfitt að fá menn til að horfa til framtíðar. Og það er með ólíkindum að það sé enn verði að hjakka í sama farinu. Það er rétt hjá Hálfdáni  að það er ekkert sem bannar sum af þessum dekkjum. Það er að mínu mati óskinsamlegt að aka um á hörðum radial dekkjum á bílum sem ná yfir 105 MPH á 400metrum.


Mér finnst að það ætti að vera kappsmál stjórnar að taka á málinu en eins og menn vita þá eru það virðis aðeins hluti af stjórninni vera virk og þeir sem eru virkir hafa staðið sig með prýði.

Ingó.   :)

429Cobra:
Sælir félagr. :)

Jæja þá er það byrjað og gott mál.

Agnar:
Ég hef samið mikið af reglum en þessari dekkjareglu er ég saklaus af.
Þó ekki alsaklaus, þar sem reglan með 6 strigalaga dekkjunum var samin á almennum fundi um reglur sem ég sat ásamt öðrum þar á meðal þér.
Og ekki átti ég neinn þátt í breytingunni í vor. :!:

Ragnar, gaman að heyra í þér, og það er gaman að heyra að einhver er ennþá að hugsa um grip á venjulegum tækjum.
Varðandi það að radial dekk spóli upp gúmmí í starti á brautum er það staðreynd.
Þetta sá ég sjáfur á bæði Orlando Speedworld og Gainsville Raceway.
Ég talaði líka við brautarstarfsmenn sem sjá um viðhald á brautum þar og þeir staðfestu þetta.
Þar er þetta hinns vegar ekki vandamál vegna þess mikla fjölda tækja sem er á mjúkum dekkjum og slikkum.
Það er meira vandmál með laust gúmmí sem liggur á brautinni og er kalt.
Það virkar eins og smásteinar og eyðileggur meira en öll radial dekk og önnur hörð dekk til samans.
Enda geta menn séð á myndum að menn eru alltaf að sópa startið og úða yfir það "trac bite" stundum jafnvel á milli ferða, og þá er það laust gúmmí sem þeir eru að sópa í burtu.

Hvað varðar hvaða dekk á að leyfa eða ekki, þá held ég að ég sé orðinn mikill talsmaður Sænsku leiðarinnar, það er að banna vissar tegundir/gerðir einfaldlega með því að setja þær í reglurnar.

Hvað varðar grip í bílum, þá er það bara að vinna í gripi og sjá hvað út úr því kemur.
Til þess eru æfingarnar :!:  :idea:

Jæja nóg í bili.

Kiddi:

--- Quote from: "Dodge" ---kiddi, ég var nú að tala um að búrið gerði kaggann afleitann til ölaksturs.

eitt dæmi í fersku minni er þegar Gaggi datt niðrí 11 sec og þurfti umsvifalaust að fara að leita að öðrum bíl því ekki færi búr í þann djúnka.

correct me if I'm wrong  Ragnar.
--- End quote ---


Ég held að ég fari með rétt mál að sá bíll hafi aldrei farið undir 11.50..... Hvers vegna þarf hann veltiboga ef hann fer ekki nema 11.80??

Hann væri kanski komin niður í 11.50 ef hann væri alltaf á götuslikkum/slikkum og hætti að lesa Hot Rod blöð síðan 1966 :lol:

Dr.aggi:
Sæll Kiddi.
1.
Diddi var ekki rekinn úr stjórn KK enda þarf mög góð rök til þess að reka stjórnarmann úr stjórn félags sem hefur kosið hann til stjórnarstarfa þetta er kosning ekki ráðning.

Ég vil ekki vera hér að gera upp vinnu stjónar manna en hún er að sjálfsögðu misjöfn eins og gengur og gerist. En ég vil leyðrétta þig samt að ég hef starfað við fjórar keppnir í sumar ekki tvær eins og þú fullyrðir.
Keppnir hafa hitt ýlla á mína vaktatöflu í slökkviliðinu á keflavíkurflugvelli í sumar og því miður get ég ekki verið upp á braut á laugardaginn vegnar vaktar því ég er ekki í vinnu hjá pabba og mætt eftir hentugleik og eigin geðþótta.

En svo þú vitir það Kiddi minn þar sem þú ert nú að þroskast þá eru mörg önnur störf sem þarf að vinna í svona félagi en þau sem þú heldur.
En það er rétt hjá þér að æfingar og keppnir hafa mætt of mikið á fáum höndum og þar er mín skoðun sú að sökin liggi hjá félagsmönnum og þeim sem nota aðstöðuna frekar enn þessara fáu stjórnarmanna.
Stjórnarmenn eiga helst ekki að bera þungann af kepnishaldinu.

En nú undanfarið stendur fyrir smíði á palli fyrir utan húsnæðið okkar upp á braut svo ég kvet þig og aðra félagsmenn til að koma með hamar og rétta hjálparhönd.

Kv.
Aggi

1966 Charger:
Kiddi, ég dreg skyggnigáfu þína í efa.  Þú klúðraðir þessu með Agga rækilega og núna fullyrðirðu um Hot Rod blaðalestur minn.  Ég skal segja þér að á mínu heimili er bara einn maður sem les þessi gömlu Hot Rod blöð mikið í heimsóknum sínum og hann stendur þér og mér langtum framar í kvartmílunni.  Hann heitir Einar Birgisson og virðist lesturinn ekkert há honum e.t. lega séð :)  

Best að ég útskýri þetta með Chargerinn:  Það rétt hjá Stebba að inn í hann mun aldrei fara velti…eitthvað.  Maður hefur nú standarda.  Hann á best 12,10.  Höfuðvandinn við að keppa á honum er einfalt skálabremsukerfi sem dugar stundum ekki til að stöðva 4040 punda flekann áður en út í mölina er komið.

En, eigum við ekki að halda áfram að tala um dekkjareglur í stað meintrar skyggnigáfu og gæðablaðalesturs á heimilum úti í sveit?


Raggi, radial radical!!

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

[*] Previous page

Go to full version