Kvartmílan > Keppnishald / Úrslit og Reglur

Dekkjareglur í MC/flokki, fá umræðu!

<< < (6/11) > >>

Dr.aggi:
Sæll Kiddi þú vildir kanski skýra þetta örlítið betur, þá staðhæfingu þína að mér hafi verið vikið úr stjórn KK ??

KV.
Aggi

shadowman:
Góðan Dag
Hingað til hafa þessar dekkja reglur fallið eftri duttlungum einhverja undarlegra mann og hafa menn þurft að koma með allar gerðir af dekkjum með sér til að geta keppt og samnt ekki fengið að keppa vegna munstur og jafn vel í sandspyrnu hafa menn verið kærðir fyrir að vera á nagla dekkjum.Eina leiðinn í þessu máli er að láta allar dekkjareglur lönd og leið og taka á málunum í vetur með skynsamlegum hætti . Reglur eru til að fara eftir þeim og það þarf skoðunar menn í þetta mál sem þola eitt það mesta skýtkast sem til er og bak nag og óþverra sem sést hefur .Breyting á reglum er nauðsinn og þá ekki sýst sú að keppendur eiga ekki að þurfa að kæra félaga sýna og koma á stað leiðindum og móral í svona litlum hóp . Það er heimska að hafa þetta svona .

1966 Charger:
Það má sjá þá skoðun í sumum skrifum hér ofar að það sé eitthvað ómerkilegt, gamaldags eða 3. flokks að keppa á radial dekkjum sem ekki eru götuslikkar og að slík rök hljóti að vera gild til þess að leyfa götuslikka í MC.  
Þessi rök halda ekki.

Westur í hreppum hefur í mörg ár verið keppt í svokölluðum f.a.s.t.  (factory appearing stock tire) flokkum þar sem keppendur böðlast um á nælon dekkjum sem eru með stock specs.   Í þessum flokki eru keppendur að keyra háar til miðjar 11 sek. á tryllitækjum á eins brettaskífum og bílarnir komu á frá verksmiðjunni.  
Það er nú nefnilega svo að traction er mjög skemmtileg breyta í kvartmílunni, en hún skiptir keppandann minna máli eftir því sem dekkin eru betri.  Mér finnst miklu merkilegra að sjá bíl fara á lágum 12 eða háum 11 sek á plain radial svo ekki sé talað um stock spec. nylon dekkjum en bíl á sama tíma á slikkum eða götuslikkum. Það liggur miklu meiri pæling á bakvið slíka spyrnu en væri samskomar bíll á götuslikkum.

Önnur rök sem hafa verið nefnd eru að plain radial dekk spóli upp gúmmí sem sest á brautina.  Ég veit ekki hvort þetta er rétt eða rangt en bið þá sem halda að svo sé að sýna einhver mæligögn sem rökstyðja þetta.  Það er ekki nóg að segjast bara vita þetta eða að segja að Don Garlits hafi sagt þetta.

Að öllu framansögðu má ljóst vera að ég er ekki hrifinn af götuslikkum í MC en ég lýsi líka yfir verulegum vonbrigðum mínum að ENGINN eigandi þeirra fjölmörgu tryllitækja sem flutt hafa verið inn s.l. ár skuli hafa mætt í MC.  Ætli nýjasti innflutti bíllinn sem keppt hefur nýlega þar sé ekki Camaro Harrys?  Stjórnarmaður í KK hefur sagt mér að þar á bæ hafi menn reynt talsvert að fá menn til að mæta en árangurslaust.  Ég veit ekki ástæðuna en held því þó fram að hún komi dekkjamálum ekkert við.

Ragnar

Dodge:
kiddi, ég var nú að tala um að búrið gerði kaggann afleitann til ölaksturs.

eitt dæmi í fersku minni er þegar Gaggi datt niðrí 11 sec og þurfti umsvifalaust að fara að leita að öðrum bíl því ekki færi búr í þann djúnka.

correct me if I'm wrong  Ragnar.

Kiddi:

--- Quote from: "Dr.aggi" ---Sæll Kiddi þú vildir kanski skýra þetta örlítið betur, þá staðhæfingu þína að mér hafi verið vikið úr stjórn KK ??

KV.
Aggi
--- End quote ---


Já sæll, þú verður að fyrirgefa.. Ég ruglaði þér og félaga þínum saman (Didda), hélt að þú værir hættur þ.s. maður sér þig aldrei hjálpa stjórnarfélögum þínum á æfingum og síðastliðinum keppnum (sá þig kanski tvisvar í neyðarbílnum, leiðréttið mig ef ég fer með rangt mál).
Persónuleg, finnst mér að þú ættir að segja af þér.. Það er til skammar að sjá að öll vinnan lendi alltaf á sömu mönnunum.


Aggi, þú hefur alltaf verið á móti þessari umræðu, þú getur ekki neitað því. Eins og ég sagði, það eru menn eins og þú sem lifa í fortíðinni og eru logandi hræddir við breytingar (breyting sem var til góðs, þ.e.a.s. eina árið sem var góð þáttaka í þessum flokk).


Við getum ekki borið okkur saman við brautir eins og eru í Bandaríkjunum, varðandi traction. Hafið þið skoðað yfirborð brautarinnar sem við erum að keppa á??? Hafið þið skoðað yfirborð á brautunum úti??
Venjuleg Radial dekk eru miklu harðari en götuslikkar/slikkar.. Venjuleg radial dekk eru grófmunstruð og virka eins og raspur á brautina og slikkagúmmíið sem alvöru bílarnir leggja niður, tætist upp.

Hélt að menn vissu betur....

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

[*] Previous page

Go to full version