Kvartmílan > Keppnishald / Úrslit og Reglur

Dekkjareglur í MC/flokki, fá umræðu!

<< < (5/11) > >>

429Cobra:
Sælir félagar. :)

Frikki!
Þetta er einmitt það sem ég hef verið að tala um.
Það stendur ekkert á dekkjunum. :!:
Og hvernig eiga menn þá að geta staðið á svona opinni reglu?

MT-Hoosier-Nitto-BfGoodrich-M&H, engin er með þessar merkingar.
Og þaðan af síður American Racer sem framleiðir ekki einu sinni dekk fyrir spyrnu. :!:
Öll þeirra dekk eru DOT og framleidd fyrir hringakstur, og þessi dekk frá þeim sem við höfum verið að nota eru dekk fyrir leir braut (dirt track).

Kiddi.
Ég er sammála þér að það þarf að gera breytingar, hver svo sem gerir þær.
Ég hef heyrt menn jafnvel vera að tala um slikka, sem mér finnst nú kannski fulllangt gengið, en alla vega að setja eitthvað niður og í guðana bænum hætta að rugla í þessu.
Við verðum líka að spá í hvað er best fyrir brautina upp á grip að gera.

Ég startaði þessum þræði til að fá viðbrögð við því sem mér fannst opin og óskýr regla, og mér finnst að ég hafi fengið ágæt viðbrögð og umræður.
Þó finnst mér að fleiri hefðu mátt taka þátt í þeim.
Það verða jú sem flestar skoðanir að koma í ljós, því allar eiga þær rétt á sér.

1965 Chevy II:
Hjólbarðar:
Skulu vera D.O.T merktir.

All we need.

Dodge:
afhverju vilja menn alltaf slikka í mc.. þora þeir ekki í se?

ekkert að því að hafa einn slikkalausann flokk fyrir götubílana svo menn geti spyrnt eitthvað á fínu uppgerðu bílunum sínum án þess að vaða niður í tíma og þurfa að setja búr í djásnið, sem náttúrulega gerir djúnkann afleitann til ölaksturs.

Kiddi:

--- Quote from: "Dodge" ---afhverju vilja menn alltaf slikka í mc.. þora þeir ekki í se?

ekkert að því að hafa einn slikkalausann flokk fyrir götubílana svo menn geti spyrnt eitthvað á fínu uppgerðu bílunum sínum án þess að vaða niður í tíma og þurfa að setja búr í djásnið, sem náttúrulega gerir djúnkann afleitann til ölaksturs.
--- End quote ---


Af því að svoleiðis menn hafa ekki sýnt sig upp á braut :!:
Efast um að þeir vaði niður í 11.50 við að setja slikka undir bílinn.... Radial götuslikkar eru ekki afleitir í ölakstur :roll:

Ps. komin tími til að menn horfi aðeins framá við og taki sig saman í andlitinu.

Þessir framleiðendur eru t.d. með radial götuslikka... Dekk sem hafa komið fram á markaðinn síðastliðin 3-5 ár
Goodyear, M/T, M&H, Hoosier, Nitto, Toyo, Yokohama, Bfgoodrich og öruglega fleiri...

PS PS... Það er fullt fullt af bílum sem keyra á radial götuslikkum á götunni í dag!!! Svo ef þeir mæta í MC flokk, þá verða þeir að leita af gömlum Maxima 60 dekkjum, 14" felgum og teningum í spegilinn :roll:

Dr.aggi:
Sæll Kiddi.
Það var hvorki ég né Grétar F sem séttum götuslikka bann í MC flokk heldur lýðræðið aðalfundur og aðallög Kvartmíluklúbbsins.
Tillagan kom ekki frá okkur né öðrum í þáverandi stjórn KK heldur Háldáni Sigurjónssyni og síðan lagði aðalfundur blessun sína yfir tillöguna eins og lög KK segja til um.

Varðandi það að Stjórn KK breyti keppnisreglum í flokkum einhliða þá er ég alfarið mótfallinn því en hinnsvegar tel ég það réttmætanlegt og nauðsinlegt að stjórn lagfæri reglur til að loka leka og mistúlkunar vegna galla í orðalagi reglna til að tryggja upphaflegrar hugmyndafræði og meiningu reglunnar.
Eins ef orðalagsgalli er það mikill að reglan standist einganveginn.

Er það ekki bara málið að hætta með þessi Íslandsmet ef að það þarf alltaf að vera að búa til nýja flokka þegar íslandmetin eru orðin lá og þau eru farin að hamla flokkunum?

Að það sé skemtilegra að leyfa slikka í MC er afstætt því hvað einum fynnst skemtilegt fynnst öðrum annað, það fannst ansi mörgum ekkert skemtilegt þegar Ómar Nordal keyrði í MC á sínum SE bíl.

Þessi flokkur Var ekki hugsaður í upphafi til þess að fara undir 12sek.


Kv.
Aggi

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

[*] Previous page

Go to full version