Kvartmílan > Keppnishald / Úrslit og Reglur

Dekkjareglur í MC/flokki, fá umræðu!

(1/11) > >>

429Cobra:
Sælir félagar. :)

Þá er komið að því þó að seint sé að fara að minnast á dekkja málin í MC/Flokki.
Hér hef ég sett inn tilvitnun í þá reglu sem var breytt í vor af stjórninni (ekki á aðalfundi!) og er tekin af spjallinu.
Ég set hér inn slóðin líka:

http://www.kvartmila.is/spjall/viewtopic.php?t=14588

Tilvitnun:

“Hér á eftir kemur klausan um dekk úr reglunum um MC flokk eins og hún var. Samkvæmt nýjustu upplýsingum er ekki hægt að fá 6 strigalaga diagonal dekk þannig að þetta ákvæði er fellt úr reglum.


Dekk:
Allir hjólbarðar verða að vera "DOT" merktir. Hámarks hæð hjólbarða má ekki vera meiri en 28". Öll dekk þar sem merkingar framleiðanda hafa verið fjarlægðar bönnuð. Slikkar bannaðir. Öll dekk sem merkt eru "Soft Compund" (götuslikkar) hvort sem það eru Radial eða Diagonal bönnuð. Öll diagonal dekk verða að vera minnst 6 strigalaga. Ofangreint gildir líka um framdekk.


Rauðu stafirnir er það sem er tekið út, svona lítur þá kaflinn um dekk út:


Dekk:
Allir hjólbarðar verða að vera "DOT" merktir. Hámarks hæð hjólbarða má ekki vera meiri en 28". Öll dekk þar sem merkingar framleiðanda hafa verið fjarlægðar bönnuð. Slikkar bannaðir. Öll dekk sem merkt eru "Soft Compund" (götuslikkar) hvort sem það eru Radial eða Diagonal bönnuð. Ofangreint gildir líka um framdekk.”

Tilvitnun líkur.

Þeir sem lesa þetta sjá strax mistökin í þessu.
Fæst dekk eru merkt “Soft Compound”, og eru það þar á meðal: “American Racer” (gömlu McReary) sem reyndar eru DOT merkt dekk fyrir hringakstur (oval track) á leir braut (dirt track).
Mickey Thompson Indy Profile SS eru heldur ekki merkt þannig, þó svo að þau komist kannski næst því sem að kallaðir eru “götuslikkar” eða “DOT Drag” af þeim dekkjum sem eru með mikla mynstur dýpt.
Samkvæmt þessu eru bæði þessi dekk lögleg, þar sem ekki stendur á þeim “Soft Compound” eða “race only/drag race only” eða “DOT Drag”.
Þetta snýst um að lesa reglurnar og að skoða þá hluti sem maður er með í höndunum eða er að fara að kaupa.

Við verðum líka að skoða það að ekki má vera að hringla með reglur of mikið, þær þarf jú að uppfæra eins og er gert allstaðar í heiminum en þeim má ekki umturna á hverju ári.
 
Þegar MC reglunar voru samdar fyrir um 8 árum, þá var til að mynda engin sem framleiddi radial götuslikka (drag radial), einu fjöldaframleiddu stroker kittin sem til voru fyrir small block Chevy og voru 383cid (þar kemur inn 100cid strok reglan).
Það sama mátti segja um ál hedd, þau voru til á small og big block Chevy frá einum framleiðanda og þess vegna var sú regla sett að ekki mátti porta álhedd (sem nú er búið að taka út).
Og svona getum við haldið áfram með það sem ekki var til fyrir átta árum þegar þessar reglur voru fyrst samdar.

Í dag er allt annað upp á teningnum.
Nú er hægt að fá bæði venjulega götuslikka og radial götuslikka á mjög góðu verði frá allt að fimm framleiðendum!
Ál hedd er hægt að fá á allar USA framleiddar vélar á hagstæðum verðum, svo og stroker kit í að ég held flest öllum þeim stærðum sem menn geta hugsað sér.
Þetta kallar fram á uppfærslu á reglum, þannig að sú framþróun sem verður sé ekki stöðvuð, og við stöðnum miðað við aðra.
Það má samt ekki umturna reglum, heldur verður að uppfæra þær með ekki of miklum breytingum, þannig að allir geti aðlagað sig á sem bestan hátt.
Þeir sem eru settir í að uppfæra reglur verða að hafa yfirsýn yfir það sem er að gerast, og hvað er að gerast erlendis bæði á keppnum og á eftirmarkaðnum.
Þeir verða líka að vera meðvitaðir um hvað keppendur og væntanlegir keppendur í viðkomandi flokki vilja og eru reiðubúnir til að gera.
Þetta krefst þess að menn hafi samband við mjög breiðan hóp en ekki einhverja litla “klíku”.

Jæja þetta er nóg í bili, ég ætla að fara að taka nokkrar myndir af dekkum og athuga hvort á þeim stendur “Soft Compound”  eins og segir í reglunum að verði að standa til að viðkomandi dekk séu ólögleg því að þá eru þau að sjálfsögðu bönnuð. :idea:
Allt annað  er jú leyfilegt samkvæmt reglunum sem má jú ekki breyta nema á aðalfundi. :wink:

Sem sagt dekk í MC/Flokki mega ekki vera:  
Hærri en 28”, Án merkinga, Og með letri sem stendur á “Soft Compound”. :!:

ATH ég LES bara reglurnar og fer EFTIR ÞVÍ sem þar stendur!!!!!!!!!. :twisted:

Harry þór:
Sæll Hálfdán , ég skil nú ekki afhverju það þarf að vera hræra í dekkja málum núna fyrir síðustu keppni.Við skulum bara setja fram tillögur fyrir aðalfund samþykkja þetta löglega. Það vita það allir sem vita vilja að MC dekk í sumar eru bara radíal dekk. Þess vegna á ég núna Micky Thompson Indy profile SS og ég á Micky Thompson ET street og ég á Cooper radíal eða hvað þau heita þessi síðast nefndu dekk.

Micky Thompson Indy Profile SS eru special rubber - það eru líka til dekk sem þar sem stendur bara R 2 og eru DOT og alles en málið er bara MC er eins og stendur bara radíal dekk og ekkert annað.

Þeir sem sætta sig ekki við það fari bara í SE og fá sér slikka og hendast af stað.

Læt hér fylgja með lesningu um þessi dekk sem allt í einu komu aftur á MC markað eftir að hafa verið bönnuð og menn hafa verið selja núna.

kv Harry

Harry þór:
Ég get ekki sett inn attachment - sorry.Menn geta bara farið inná heimasíðu Micky Thompson og skoðað.


Almost as much traction as a drag race slick.
Mickey Thompson's Indy Profile S/S tires feature a special "Hot-n-Sticky" traction compound that gets almost as soft as a drag race slick when the tire heats up, giving you plenty of traction. That's what makes these tires a good choice for you guys that want fat-tire traction but don't want to tub your rear wheel wells. Other features include D.O.T. approval for use on the street, stylized raised white letters for improved looks, and bias-ply nylon cord construction.

kv Harry

429Cobra:
Sælir félagar. :)

Sæll Harry.

Ég get nú ekki sagt að ég sé að hræra upp í neinum reglum.
Ég er aðeins að sýna fram á hvað STENDUR í þeim reglum sem við erum að fara eftir núna. :!:
Enda eru ekki gerðar breytingar á reglum nema á aðalfundi.
Ég fór einmitt að skoða þessi mál eftir að við töluðum saman uppi á braut síðast, einmitt þar sem mig mynnti að það hefði verið tekið fyrir allt þetta.
En mér til furðu (og þó ekki) þá hafði reglan ekki verið þrengd heldur frekar víkkuð út. :!:
Þú mátt vera með dekk sem standa allt að 28" á hæð, dekkin verða að vera með öllum upplýsingum frá framleiðanda, og það má ekki standa á þeim "Soft Compound".
Það stendur hvergi að dekkin megi eða megi ekki vera með einhvern "mýktar coda" frá framleiðanda enda slíkt frekar erfitt þar sem enginn staðlaður "mýktar kódi" virðist vera til.
Eins og þú réttilega bendir á er Mickey Thompson með codann "R-2" á sínum mjúku götudekkjum.
M&H Racemaster nota HB-11 á nokkra af sínum götuslikkum.
BfGoodrich nota það sem þeir kalla "Traction B"
Hoosier er með það sem þeir kalla "compound code D-05"
Og Nitto Tires nota "Traction A" á sín Drag Radial.

Eins og hægt er að sjá á þessu er enginn með sömu merkingar á sínum dekkjum og það eina sem dekk frá öllum framleiðendum eiga sameiginlegt er DOT stimpillinn.
En eins og þú bendir réttilega á er þetta vandamál fyrir næsta ár.

Eins og reglurnar eru í dag er þetta mjög opið og ég sé til dæmis ekki hvernig hægt væri að dæma "American Racer" (gömlu McReary) dekkin og MT drag radial dekkin úr keppni.
Ég tek þessi dekk sem dæmi þar sem ég er ekki búinn að skoða ET Street eða önnur þannig dekk.
Ég tók myndir af hliðunum á "American Racer" dekkjunum til að sanna mitt mál og ég ætla að taka myndir af fleiri dekkjum áður en ég set þær  hér á netið.

En svona er þetta í dag og ég var einmitt inn á spjallsíðu í Englandi (fór í gegnum http://www.eurdragster.com) og þar voru menn með svipaða sögur og hér heima, sem sagt þurftu að eiga meira enn tvö pör af dekkjum fyrir brautirnar.
Í Svíþjóð hafa menn einfaldlega bannað vissar tegundir af dekkjum og nafngreina þær í reglum.

En eins og ég les reglurnar okkar í dag þá er þetta þó nokkuð opið, þó að sjálfsögðu séu grá svæði. :!:

Ingó:
þetta rétt hjá þér Hálfdán það er ekki hægt að banna McReary.

Kv Ingó.


p.s. Ég mæti næst og rústa Íslandsmetinu. Er búin að ná 12,12 á Mc Reary. :twisted:  :twisted:  :twisted:

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

Go to full version