Kvartmílan > Aðstoð

Vatns vesen

(1/3) > >>

Mustang´97:
Þannig er að ég var að skifta um vatnskassa hjá mér, þar sem sá sem var í var of lítill og vélin ofhitnaði. Sá sem ég setti í staðin er pottþétt nógu stór, sennilega á við tvo orginal. Nú ég setti í gang bara helvíti góður með mig að vera búinn að koma þessu fyrir. Nema hvað, að hann var varla búinn að ganga í mínútu þegar það byrjaði að hækka í kassanum og eftir ca. 10 mínútur var farið að sjóða á vélinni en vatnið kalt í kassanum og farnir ca. 3-4 lítrar af honum.

Þetta er 302 ford, vatnslásinn er ekki í, vatns kassinn er reyndar kominn afturí bíl.

Getur verið að dælan sé ekki að ná að dæla upp í kassann aftur eða er bara ónýt heddpakning og hann er að blása út í vatnsgang?

Fyrir fram þakkir fyrir góð svör

Kv. Siggi

Ps. hér er hægt að sjá einhverjar myndir http://www.cardomain.com/ride/2136327

Mustang´97:
Það hlýtur einhver að hafa smá hugmynd hvað þetta gæti verið :?

jeepcj7:
Efri lögnin aftur í kassa þarf að vera helst hærri en hin alla leið aftur í kassa og með möguleika á afloftun(nettum krana td.) annars verður þetta aldrei til friðs.
En hvernig á að kæla kassan bara opna glugga og henda afturhleranum?
Með kveðju jeepcj7

Gizmo:
Hefur þú skipt um vatnsdælu ?  Veit ekki hvernig þeir hjá Ford gera þetta, en ef að þeir eru td jafn klárir og snillingarnir hjá Jeep þá eru til vatnsdælur sem eru nákvæmlega eins að sjá nema önnur er fyrir flatreimakerfi og snýst öfugt og hin fyrir venjulegar reinar og snýst rétt.  Ef dæla fyrir flatreim er notað í venjulegt reimasetup og öfugt þá dælir dælan alltaf í öfuga átt og fljótlega hversýður á tuggunni.

Myndast þrýstingur á kerfinu um leið og þú setur í gang eða þarftu að bíða soldið ?  ef það kemur þrýstingur um leið, finnst td með að kreista hosurnar þá gæti verið farin heddpakkning hjá þér og kerfið alltaf stútfullt af lofti (pústi), það gefur ekki góða raun.

Varstu örugglega búinn að lofttæma kerfið alveg áður en þú settir í gang ?  Gott er að lyfta framendanum (eða afturendanum í þínu tilfelli)soldið til að fá loftið frá vél til vatnskassa en oftast dugir slétt gólf og að kreista neðri hosuna duglega, þá kemur loftið fljótlega, ekki gleyma að hafa miðstöðina á HOT þegar þú ert að þessu svo loftið komist þaðan líka.  Blés miðstöðin heitu þegar það fór að sjóða ?

Vatnslásinn er þarna að gefinni ástæðu, notaðu hann, sumir bílar eru með tvöfalda vatnslása sem VERÐA að vera í til að vatnið viti hvert það á að fara, ef hann er bara einfaldur þá gerir hann líka gagn, vatn á of mikilli ferð er ekki gott í kælikerfum, vatnið þarf tíma bæði til að taka upp hitann og eins til að losna við hann.

Vonandi hjálpar þér þetta eitthvað.

Mustang´97:
Ég hef ekki skift um vatnsdælu, enda snúast þær held ég allar í sömu átt.

Það myndast ekki þrýstingur fyrr en eftir smá stund, svo sennilega er vandamálið hringrásin á vatninu.

Þá er bara tvennt í stöðunni, setja vatnskassan á hefðbundinn stað fyrir framan mótorinn eða setja öflugri vatnsdælu.

Hvar get ég látið skifta um element í vatnskassa? ég á orginal bronco kassann og get troðið honum fyrir framan, það er bara gat á honum.

Hvar fæ ég stærri dælu?

Kv. Siggi

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

Go to full version