Author Topic: Næsta ár....  (Read 1785 times)

Offline Einar K. Möller

  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 2.957
    • View Profile
Næsta ár....
« on: August 17, 2006, 21:23:12 »
Hvernig er það, hvað verður gert uppá braut fyrir næsta sumar... Verður hún lengd, koma ljósaskiltin, fáum við stúku/sæti...o.sv.frv??

Annað sem mér langar að koma að líka, mér finnst nauðsynlegt að girðingarnar við brautina verði færðar aftar og ennfremur að pitturinn verði staður fyrir KEPPNISTÆKIN en ekki bílastæði fyrir fjölskylduna og líka að menn leggi þarna skaplega.... rosalega leiðinlegt að sjá yfir pittinn þegar hinir og þessir bílar eru hingað og þangað.

Bara mínir 2 aurar  8)
2004 Porsche Cayenne S

Class racing is filled with all kinds of specified engine regulations, weights, and things like that, no one is rewarded for any sort of outside thinking!

Offline Jón Þór Bjarnason

  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 3.888
    • View Profile
Næsta ár....
« Reply #1 on: August 21, 2006, 13:22:57 »
Það er mikið búið að reyna að fá menn til þess að leggja sómasamlega og einnig að vera ekki með fjölskyldubíla þarna en ekkert gengur. Svo eru sumir sem nenna ekki að labba frá sjoppu yfir á pitt og öfugt og nota þá fjölskyldubílinn til að koma sér milli staða.
S:899-3819
1995 Pontiac Firebird Trans Am
2006 VW Passat 2.0L HighLine
1974 VW Bjalla 1303 Engine street racing kit
1984 Pontiac Fiero 3800 series II supercharged

Offline Sara

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 166
    • View Profile
    • http://www.hi5.com/i?l=M6T0ONG
Næsta ár....
« Reply #2 on: August 22, 2006, 23:50:07 »
Já Einar, það er verið að gera pall núna og lagfæringar á hinu og þessu gerðar, við tökum bara einn þúsundkall fyrir í einu og missum okkur ekkert þetta sumarið, það er mikið og margt sem þarf að gera vissulega og brautin sjálf er það sem er efst í mínum huga, ég vonast bara eftir sem flestum þúsundköllum svo að það verði frábært framkvæmda vor og sumar hjá okkur 2007, og er ég bjartsýn á það ár fyrir klúbbinn :D
En það er mjög mikilvægt að tala um þetta og einnig að benda á einmitt það sem betur má fara.
Hjálpumst að við að gera klúbbinn okkar og brautina okkar að frábærum og öruggum stað fyrir alla.
Hins vegar má ég til með að minnast á það að það er ekkert lítið búið að gera í sumar, það var keypt hljóðkerfi, það er verið að byggja pallinn og verður hann tilbúinn áður en langt um líður ( undirstöðurnar verða steyptar 22.08 kl. 18.30 8)) , fúavörn borin á neðsta partinn á húsinu, húsið þrifið og tekið til í því, tilbakabrautin máluð í pittinn og skilgreind, 2 línur strengdar yfir brautina til að hlífa henni við ágangi fólks sem ber ekki virðingu fyrir eigum annara ( sem raun bar vitni um að þær hafa verið teknar í tvennt tvisvar á einum mánuði), og svo margt fleira sem ég man ekki í augnablikinu en svo náttúrulega allt sem gert hefur verið sem ekki sést nema á pappírum.
En þetta var smá útúrdúr hjá mér, samt gaman að rifja svona skemmtilegt sumar upp :lol:
Allavega vona ég að ég hafi fært bjartsýni og tilhlökkun til lesenda og að næsta keppnistímabil verði stærra, meira og skemmtilegra en nokkru sinni fyrr.


Sól sól skín á mig............. :idea:
Sara M. Björnsdóttir #999