Kvartmílan > Bílarnir og Græjurnar

Ford Fairlane´66

(1/5) > >>

Sigtryggur:
Jæja þá er afmælisgjöfin mín komin í hús!!
Þetta reyndist eftir allt vera 1966 Ford Fairlane GT 390 cid. Reyndar er búið að skipta út 4 gíra kassanum fyrir C-6 sjálfsk. með reverse manual ventlaboddy.Eitthvað virðist vagninn hafa verið notaður til spyrnu því að búið er að grindartengja hann,setja ladderbars,læst drif, Hooker flækjur,Holley 750 blandara,dýpka olíupönnu,ál vatnskassi,MSD með útslætti ofl.
Bíllinn reyndist hins vegar vera talsvert meira ryðgaður en vonast hafði verið og ,ja svona dálítið tuskulegur já,en það er nú ekkert óyfirstíganlegt.
Fjölskildan fór hins vegar í dag og bónaði kaggann svo hann væri aðeins ásjálegri.

Sigtryggur:
Hér átti að koma mynd ,en mínar virðast vera of stórar til að komast inn.
Redda þessu á morgun. :oops:

429Cobra:
Sælir félagar. :)

Maður verður víst að redda þessu fyrir Sigtrygg, og koma með eina sem var tekin á föstudaginn fyrsta dag hundadaga :!:
Ég get lítið gert af þessum náunga sem er að þvælast þarna hjá bílnum, en hann heimtaði að vera fyrir. :lol:

Sigtryggur:
Takk Hálfdán!

Nóni:
Til hamingju með þetta Sigtryggur, þetta er góð afmælisgjöf. Mér sýnist þetta nú vera hinn fínasti bíll af myndunum að dæma.


Kv. Nóni

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

Go to full version