Author Topic: Skellinöðrur, innsigli, bora út?  (Read 2434 times)

Offline Kókómjólkbíllinn

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 2
    • View Profile
Skellinöðrur, innsigli, bora út?
« on: July 13, 2006, 20:54:53 »
Sælir/ar.

Gæti einhver lýst því fyrir mér hvar innsiglið er í skellinöðrum og hvernig maður ber sig að við að kippa því úr?
Var einnig að spá í hvort það væri óhætt fyrir n00b eins og mig að bora hana út og hvernig er það eiginlega gert?  :P

takk  :D

Offline firebird400

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.307
    • View Profile
Skellinöðrur, innsigli, bora út?
« Reply #1 on: July 13, 2006, 21:53:39 »
Þegar vélar eru boraðar út eins og það er kallað þá er cylenderinn stækkaður til að koma fyrir stærri stimpli og ekki á færi manna heima í skúr, hvað þá n00b eins og þú orðar það.

Þetta er vanalega gert þegar stimplar og slívar eru orðnar slitnar og hætt að skila því sem ætlað er af því.

Sett eða kitt sem eru stærri (flr. c.c.) eru í boði í flestar skellinöðrur
Ég mæli með að þú fáir þér slíkt.

Þar er jafnvel kominn léttari stimpill og flr sem bætir á hestöflin umfram bara stækkunina.

Innsigli getur verið af ýmsum toga.

Ef það er plata innan við blöndungin sem er með minni gati en gatið frá blöndung og inn að blöðkum þá er ráð að fjarlægja hana.

Í gamladaga vorum við að setja "speisera" undir blöndunginn til að færa hann frá vélinna. Eins komar Tunnel Ram hehe. Þetta átti að gera rosagóða hluti en það er alveg óvíst að það hafi gert einhvað.

Vonandi skýrði þetta einhvað út fyrir þér. og ekki vera smeikur við að spyrja frekar.

Kv. Agnar
Agnar Áskelsson
6969468

Offline Kókómjólkbíllinn

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 2
    • View Profile
Skellinöðrur, innsigli, bora út?
« Reply #2 on: July 13, 2006, 22:59:43 »
ok, þakka þér kærlega fyrir þetta :D

Offline Ziggi

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 197
    • View Profile
    • http://www.cardomain.com/ride/2072031
Skellinöðrur, innsigli, bora út?
« Reply #3 on: July 16, 2006, 21:36:33 »
Svo eru stundum innsigli í pústinu alveg við vélina, tók eitt svoleiðis með loftfræs, það var bara ca 2cm langur hólkur sem þrengdi pústið.

Kv. Sigurður Óli