Kvartmílan > Aðstoð
Samsláttur í dekkjainnkaup frá USA?
Cobra97:
Ég er að fara kaupa mér dekk frá TireRack.com í Bandaríkjunum og er að spá hvort fleiri séu að spá í því sama?
Það sparast verulega í að slá saman í sendingar því þá verður sendingakostnaðurinn hlutfallslega minni á hvern.
Á dekkjum er 10% tollur frá USA sem bætist á FOB verð og svo vsk ofan á það allt. Þá þarf einnig að greiða einhver kjaftæðisgjöld sem reiknast um 45 kr/kg af gúmmíi.
Ef einhver hefur áhuga á að slá saman í "púkk" í að flytja inn dekkjaskammt frá TireRack.com þá smellið þið inn yfirlýsingum um þau efni hér inn.
Verð á sportbíladekkjum er út úr kortinu hér á landi vegna álagningar innflytjenda. Ég er að sjá að þó að ég flytti mitt dót inn einn hingað þá er þetta um 20-50% ódýrara að gera þetta svona.
Spáum í þessu.
Valli Djöfull:
Ég er nú alls ekki ósáttur við verðin hjá þeim :) Fann fín dekk á síðunni sem ég væri til í :)
Jón Þór Bjarnason:
Þetta er snilldar síða og verslaði ég dekk undir camaróinn á innan við 30 þús kall síðasta sumar.
firebird400:
Ég á von á einum gang frá þeim núna á morgun og sparaði fullt fullt af peningum með því að versla þau hjá þeim,
En það er auðvitað eitt, það þarf að bíða í einhvern tíma eftir þeim, einhvað sem maður þarf ekki að gera niðri á dekkjaverkstæði :D
Svenni Devil Racing:
mátt alveg bóka mig með í þessa pontun , finnst það frekar dýrt að kaupa 2 275/45 17 á 60 þús kall í staðin fyrir að somu dekk kosta einhvern skitin 8 þús kall þarna úti
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
Go to full version