Author Topic: Drifter - keppni  (Read 1632 times)

Offline bjornra

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 3
    • View Profile
Drifter - keppni
« on: July 08, 2006, 21:35:18 »
Haldin verður drifter-keppni 29. júlí næstkomandi á vegum BÍKR og í samstarfi við MAX-1. Búið er að finna svæði fyrir keppnina og munum við ekki tilkynna hvar keppnin verði haldin fyrr en skömmu fyrir keppni.

Gert er ráð fyrir að keppnin verði með svipuðu sniði og í fyrra en brautin verður væntanlega öðruvísi. Við gerum ráð fyrir að þátttökugjald verði kr. 7.000 - 8.000,- og verða veitt vegleg verðlaun fyrir fyrstu 3 sætin. Vegna óánægju með þátttökugjaldið munum við reyna að finna hagstæðari niðurstöðu um málið.

Ég vil því endilega skora á sem flesta að skella sér í skúrinn og fara að gera klárt fyrir keppnina. Keppnin í fyrra tókst mjög vel og vakti mikla athygli. Við ætlum okkur að fá fullt af áhorfendum á keppnina.

Það væri gaman að fá að heyra frá þeim sem ætla sér að mæta og þá meina ég þeim sem ÆTLA AÐ MÆTA hér á spjallinu en að sjálfsögðu er öllum velkomið að tjá sig um þetta mál.

Ég vil biðja alla um að stilla æfingum í hóf því að það er alveg á hreinu að við fáum ekki leyfi á þessa keppni frá Lögreglu né bílastæðaeigendum ef það er verið að stunda æfingar um allan bæ.

Skráning mun hefjast í næstu viku á www.max1.is

Þið getið einnig skoðað umfjöllun um þetta á www.live2cruize.com.

Fyrir hönd BÍKR,

Björn Ragnarsson
bjorn@bluelagoon.is